Kirkjuritið - 01.06.1936, Side 19

Kirkjuritið - 01.06.1936, Side 19
KirkjuritiS. Guðslmgmynd nútímans. 233 að lita á alt sem farið hefir utan við þeirra kerfi sem óraunverulegt, þetta sem er þó raunverulegast alls: Sjálf meðvitiindin, líf hennar og gildi. Þessi byggingarsteinn, sem smiðirnir höfnuðu, er nú orðinn að hornsteini og' hefir ávalt verið hornsteinn allr- ar guðfræði. IV. Ég liefi orðið langorður um að skýra þetta undirstöðu- alriði, af því að það er einmitt ein af staðreyndunum, sem guðstrú og guðshugmynd nútímans byggist á, og þvi nauðsynlegt að skilið sé til fullnustu til að hyrja með. Þetla er þá það, sem ég liefi haldið fram, að það liggi ýmsar leiðir til þekkingar, ekki aðeins hin vtri heldur og hin innri. Þessi ytri leið er venjulegast viðurkend af flest- um en þó ekki öllum. Hin innri leið hefir átl örðugt upp- dráttar til viðurkenningar í heirni vísindamannanna, þó að lienni hafi jafnan verið haldið fram af mestu vit- mönnum mannkynsins, eins og Plato og Spinoza, og vís- indamenn séu nú óðum að komast á þau vegamót, að sjá takmörkunina i aðferðum efnisvísindanna, og viður- kenna, að efnið verði ekki útskýrt með sjálfu sér. En nú er það orðið auðvelt að gera sér það ljóst, í hverju verkefni guðfræðinganna er fólgið. Það er ein- mitt að gera rannsóknir á þessum staðreyndum, hera þær saman, greina á milli skilnings og misskilnings á þeim og leitast við að draga af þeim allsherjar álykt- anir og andleg lögmál — alveg eins og eðlisfræðingar g'era í efnisheiminum. Þetta er hægt að gera eftir alveg venjulegum rannsóknaraðferðum. Undirstöðuatriðið er að kynnast hinum andlegu fyrirbrigðum á sem víðtæk- astan liátt og með sem hleypidómaminstu hugarfari. Þá er og nauðsynlegl að kynnast skoðunum hinna vitrustu og djúpskygnustu manna, sem um þetta hafa lnigsað og ritað. Alveg eins og þeir, sem vilja leita sér skýringar á einhverju efnisfyrirhrigði eða l. d. afstæðiskenningunni,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.