Kirkjuritið - 01.06.1936, Síða 21

Kirkjuritið - 01.06.1936, Síða 21
Kirkjuritið. GuðshUgmynd nútímans. 235 liið tímanlega, Guð hið eilíl’a, maðurinn frumvísirinn, Guð takmarkið. Að Guð er almáttugur þýðir þá, að hans er orkan, sem allsstaðar birtist í efni og hræringum alheimsins. Ekkert getur hindrað framrás hennar til þess, sem ætl- að er og tilveran stefnir að. Að Guð er alvitur, þýðir, að heimurinn hefir skynsamlegt markmið, að ekkert er lil einskis eða þýðingarlaust og að öllu er stjórnað af þeirri vizku, sem gerþekkir upphaf og einti. Það þýðir jafn- framt, að vitsmunir vorir stinga ekki í stúf við alt eðli tilverunnar, fremur en líkamir vorir stinga i stúf við efni hennar. Þeir lifa, hrærast og eru sprottnir upp úr þeirri æðri skynsemi, sem hýr í rás heimsins. Að Guð er algóður merkir, að tilveran sé ekki hirðu- laus um einstaklingana, lieldur að eins og hún hefir gefið þeim líf af sínn lífi, þannig vilji hún og vernda þetta líf og efla það til meiri fagnaðar og fullkomnunar. Það þýðir, að þegar vér látum stjórnast af kærleika, lif- um vér mest samkvæmt vilja Guðs og að það ríki, sem þannig skapast, verður fullkomnun á tilgangi lians. Að Guð er skapari himins og jarðar þýðir það, að það er hans vilji, sem birtist í hinni skapandi þrómi og að vér erum öll börn hans, sköpuð í hans mynd, því að hann er faðir allra. Þetta eru aðeins örfáir drættir í guðshugmynd nútím- ans, en af þeim sjáum vér, livað átt er við með orðinu Guð. Guð er í raun og veru aðeins nafn, sem vér gefum lífi alheimsins í víðtækustu mgnd. Það er allsherjarnafn á því fyrirbrigðinu, sem er raunverulegast allra: Óþrjót- andi starfsemi tilverunnar. Vísindamenn þeir, sem halda að þeir séu vaxnir upp úr guðstrúnni, verða samt sem áður að standa andspænis þessum veruleika og skýra hann einhverjum nöfnum. Þeir nefna hann ef til vill: Alheimsorkuna, en hvað er það, nema annað nafn á Guði almáttugum. Þeir nefna hann: Hina skapandi þró- un, en það lýtur að vitsmunum og vilja Guðs. Hér er

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.