Kirkjuritið - 01.06.1936, Side 40

Kirkjuritið - 01.06.1936, Side 40
254 Arndís Þorsteinsdóttir: Kirkjuritið. sem komast til vits og ára, eiga Guði og góðum mönnum mikið að þakka frá bernsku og æskuárum. Litlu barni gerir það ekkert til, þó að ekki sé vítt til veggja, eða hátt undir loft á æskuheimilinu. Eða þó ekki só auður eða allsnægtir fyrir hendi. Auðlegð getur leitt til ófarnaðar, ekki síð- ur en fátækt. Ég tel það blessun, að vera alin upp við lítil efni, og fábreytt líf, algjörlega laus við þau áhrif og vafstur, er efnaðra manna börn fá ekki að vera í friði fyrir og trufla æskufriðinn. Hins vegar er ég í ómetanlegri þakkarskuld við þá, er leiddu mig á óvitaaldri á veg trúarinnar, með þvi að kenna mér bænir og andlega sálma og vekja athygli mína á dýrð Guðs í náttúrunni. Ég held, að fátt sé, sem fremur dregur liuga barnsins til hins háleita, og hvetur til iotningar og auðmýktar fyrir Guði, en hin hrífandi stórfelda tign og fegurð náttúrunnar. Og ekkert er óþroskuðu barni jafn nauðsyniegt og hinn heilagi friður og ró, er yfir öllu hvílir. Ekki skildi ég þá, að verið var að útbúa mig í fjallgöngu full- orðinsáranna. Ég tel það blessun, að fyrstu leikföng mín voru bara skeljar og leggir á hólnum og blómin í varpanum, sem ég talaði við eins og lítil börn, af því að móðir mín sagði mér, að þau væru lifandi. Ekki vissi ég þá, að þessi litlu, fögru vallarblóm, sem breiddu hlægjandi út blómkrónur sinar, nývakin af móðurkossi hinnar rís- andi ársólar, voru lifandi vitnisburður um dásemdir Guðs, að þetta var í sannleika bikar lífsins, er sál min óafvitandi leigaði, á vormorgni bernsku minnar. Á ungdómsárum mínum var hin ytri barnafræðsla minni og fá- breyttari en nú. Lítið um skólanám barna, nema helzt lunferða- kensla. Aldrei fékk ég, er línur þessar rita, að ganga á barna- skóla. En ég fékk uppfræðslu í kristinni trú á heimili foreldra minna. Guðsorð var daglega haft um hönd, húslestrarnir voru arineldur heimilisins, og máltarstoð kristilegs lífs og þjóðlegrar menningar heimilanna. Þá var siður að láta börnin syngja með við húslesturinn, þau sem gátu, 6 og 7 ára sat ég á hné pabba og söng með lionum Passíusálmana. Enda var þá söngur miklu meira um hönd liafður meðal alþýðu en nú. Kirkjugöngur voru sjálfsagðar meðal eldri og yngri. Ég man ekki mikið eftir fyrstu áhrifum frá kirkjunni, en þó man ég vel, að það, sem ejnna fyrst vakti athygli mína, var tón prests- ins. Og hefir það jafnan verið svo síðan, að mér finst prestsþjón- ustan fyrir altarinu vera hátiðlegasta og áhrifamesta atriði guðs-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.