Kirkjuritið - 01.06.1936, Side 30

Kirkjuritið - 01.06.1936, Side 30
KirkjuritiS. KIRKJAN OG ÁFENGISMÁLIN. Ég hefi oft orðið þess var, að það eru allmargir, sem draga það í efa, hvort rétt sé, að kirkjan taki afstöðu til liinna ýinsu þjóðfélagsvandamála og láti sig þau ein- hverju skifta, eða gefi sig eingöngu að eilífðarmálunum. Ef dýpra er nú horft inn í þessa skiftingu kemur það í Ijós, að vandamál dagsins í dag verða ekki skilin frá ei- lífðarmálunum, því að: „Hvert augnablikskast, livert æðasiag er eilífðarhrot —-----A milli augnabliksins og eilífðarinnar, trúarinnar og veruleikans, verða því engar linur dregnar. Alt er i órofa samhandi, andinn og efnið, jafnvel hin kristna kirkja er háð óteljandi öflum að utan, sem gera hana ýmist sterka eða veika, áhrifa- mikla eða áiirifalitla, eftir því hvaða öfl eru þar að verki. Stundum fer lieitur vakningablær í gegnum hugina, og gerir þá móttækilegri en ella fyrir ýmsum æðri sann- indum. Stundum eru liugir heilla þjóða eins og lokaðir fyrir öllu sliku. Það er eins og liöggvinn sé sundur „þráð- urinn að ofan“ og um það eitt er lnigsað að lifa fyrir daginn í dag. Þetta þekkja allir, sem við einhver andleg mál fást, og á þessu veltur oft, liversu ávaxtaríkt starf þeirra verður, hvort heldur það eru preslar, kennarar eða einhverir aðrir. Það er oft erfitt að greina upptök þessara strauma i þjóðlifinu, en ef það væri hægt, væri þar vissulega verkefni fyrir kirkjuna, og stundum finst mér frá mínu leikmannssjónamiði hún lielzt til mikið lifa í forliðinni, en gjöra sér minna far um það en vert væri, að varpa ljósi á vandamál dagsins í dag frá sjón- armiði kristindómsins. En mér virðist það augljóst mál,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.