Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 37
Kirkjuritið. Trú og kirkjulíf í Abessiníu.
251
dóm vera tákn sáttmálsarkarinnar gömlu á Gyðingalandi,
og stendur þeim af hlut þessum bæði ótli og lotning. A
kirkjulegum hátíðum er þessi dýri dómur borinn i far-
arbroddi í viðliafnarmiklum skrúðgöngum, þar sem
prestar og' djáknar eru klæddir glæstum skrúða; bera
þar sumir krossa i höndum á háum stöngum, en aðrir
fána, og þykir sú viðhöfn öll helzt benda á frásögurnar
í 1001 nótt.
Dýrðlingatrú er almenn mjög i Abessiníu og sterk.
Þjóðardýrlingur þeirra nefnist Takla Hajmanot, og var
prestur þar í landi einhvern tíma á 18. öld. Auk hans er
fjöldi annara dýrðlinga, og má svo heita, að livert heim-
ili Iiafi sitt sérstaka átrúnaðargoð, er fjölskyldan dýrk-
ar, heldur árlegar hátíðir, færir fórnir og heitir á sér
til fulltingis.
Maríudýrkun er og afarmikil, og fara þúsundir manna
árlega pílagrímsferðir tii Maríukirkjunnar í Aksum til
þess að ákalla heilaga guðsmóður og færa lienni gjafir.
Aftur á móti er Kristur ekki dýrkaður á þennan hátt.
Menn viðurkenna bann að vísu öllum dýrðlingum æðri,
en finst þó einlivern veginn örðugra að nálgast liann í
bæn, heldur en dýrlingána.
Marga einkennilega siði liafa Abessiníumenn, er standa
i sambandi við trú þeirra. Allir bera lítinn kross i
festi um hálsinn. Er liann ekki aðeins tákn þess, að þeir
séu menn kristnir, lieldur líta þeir á hann sem vernd-
argrip, er liafi mátt til að verja þá fyrir ásókn illra anda
°g forða þeim við hverskonar háska. Ýmsa fleiri vernd-
argripi bera þeir oft á sér, og hafa hina mestu trú á
verndarkrafti þeirra. Áður hefir verið vikið að dýrð-
bngadýrkuninni, og má því hér við bæta, að við eiðtök-
llr 1 réttarfarsmálum eru menn venjulega látnir sverja,
ekki við Guðs nafn, lieldur við nafn þess dýrðlings, sem
þeir sérstaklega tigna, og þykir það tryggara.
í ýmsum siðum þeirra virðist mjög gæta gyðinglegra
ídirifa. Sveinbörn sín láta þeir t. d. umskera. Og konur