Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 3
Kirkjuritið. PÁSKASÁLMUR. Lát upprisuljómann lýsa oss, á ljósdöprum æfivegi, þá snýst í sigur liver kvalakross, og kvíðinn oss grandar eigi. Ó, gef þú oss vissunnar heilagt hnoss, er halla fer lifsins degi. Þú erl oss sem forðum lífsins ljós, og líkn vorum hreysku hjörtum. Þinn sannleiki og ást er vort sigurhrós að sólheimi fögrum og björtum. Vér hræðumst ei lengur heljarós með húmskýjum nætursvörtum. í gegn um rökkvann þú gafst oss sýn að guðdómsins edífu löndum; þar hjaðnar sortinn, en sólin skin og sveipar þau kærleiksböndum; þar leiðir oss heilög höndin þín, sem hér á útfirissöndum. Sigurjón Guðjónsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.