Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 31
KirkjuritiÖ. Um kristniboð. 109 stöðukona þess. Síðan það var slofnað, liata verið stofnuð þessi kristniboðsfélög: Eitt í Reykjavík, ætlað karlmönnum, 2 á Akureyri, 1 i Hafnarfirði, 1 á Vatns- leysuströnd og 1 í Vestmannáeyjum. Félögin í Rej'kjavík eiga samkomubúsið Betaníu, og trúboðsfélag kvenna á Akureyri á prýðileg't samkomu- hús, er Zíon nefnist. Félögin í Hafnarfirði og Vest- 'Uannaeyjum bafa fundi sína i samkomuluisum K. F. U. M. og Iv. þar, enda eru þau félög öll í nánu sambandi. Fyrir 7 árum var stofnað Samband íslenzkra kristni- hoðsfélaga, það er stutt af kristniboðsfélögum, nokkur- um kvenfélögum og' einstökum trúboðsvinum um land alt. t ilgangur þess er, að reka kristniboð meðal heið- higja, og efla guðsríki og kristniboðsáhuga beima fyrir, eða hefir með öðrum orðum ytra og innra trúboð á stefnuskrá sinni, alveg eins og þeir séra Gunnar Gunn- arsson og séra Oddur V. Gíslason ætluðust til á öldinni sem leið. Samband þetta styður Ólaf Ólafsson kristniboða í Kína, og hefir sent ýmsa starfsmenn í prédikunarferðir öt um land. Jóhannes Sigurðsson hefir verið aðalstarfs- niaður þess 2 siðustu vetur. Fátt eða ekkert mun liafa tafið eins fyrir þátttöku manna hérlendis í kristniboði á liðinni öld eins og fá- fræðin um kristniboð samtímans. Rúmar 9 aldir kom, að ég bezt veit, enginn kristni- boði til íslands, er gæti sagt Islendingum frá högum beiðingja og kristniboðsstarfi af eig'in sjón og reynd. En árið 1909 komu hingað læknishjón frá Kína, er l>ar höfðu verið kristniboðar 8 eða 9 ár. Læknirinn, mr. Hayes, var amerískur að ætt, en frúin, er sömuleiðis var læknir, var alíslenzk, Steinunn Jóhannsdóttir frá Eystra- Miðfelli á Hvalfjarðarströnd. Hún fór 16 ára gömul vestur um haf, en gjörðist kristniboði með manni sín- um í Kina um aldamótin, og er því fyrsti islenzki kristni-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.