Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 20
98
Jósef Jónsson:
Kirk.juritið.
ungurinn sjálfur helgaði alt sitt lif í orði og verki og lél
líf sitt fyrir á krossinum á Golgata. Kristni vinur, viltu
vinna að þroska Guðs ríkis, í þínu eigin persónulega lífi
og mannlífinu fyrir utan þig, að svo miklu leyti, sem í
þínu valdi stendur? Þú manst, hvaða kröfur konungur-
inn Kristnr gerir til þegna sinna. IJann segir: „Hver, sem
vill fylgja mér, hann afneiti sjálfum sér, taki sinn kross
á sig og fylgi mér eftir“. Ef þú vilt fylgja honnm, þá
hyrjar þú göngu þína inn í dymbilvikuna, hryggur yfir
vanmætti þínum, en þó glaður með trúartraust í sál þinni
til hans, sem í veikum er máttugur. Þá tekur þú krossinn
á þig, og lærir af honum, sem er liógvær ög af hjarta
lítillátur. Hann er konungur konunganna, sem á sínum
tíma mun setjast í liásæti dýrðar sinnar og dæma allar
þjóðir jarðar. En hann er meira en það, hann er líka
þjónninn allra þjóna, sem vill leiða lærisveina sína út úr
þrældómshúsi syndarinnar og gefa þeim frið, frelsi og
eilíft líf.
Innan skamms kemur dauðinn til vor allra — enginn
fær þá staðist af eigin mætti sínum, það er alveg víst, og
því er oss svo nauðsynlegt að kjósa Jesú Krist fyrir kon-
nng og drottin lífs vor. Þá hefir þú um leið öðlast þann
vin, sem vill hjálpa þér í allri neyð þinni, og þá hefir þú
eignast þann dómara, sem sjálfur flytur mál þitt framnii
fyrir dómstóli himnanna. —- Hvílíkt böl að velja hann
ekki fyrir konung sinn og herra. Hvað verður um heill
vora bæði þessa heims og annars, ef vér ekki höfum lært
að beygja oss fyrir Jesú Kristi, lært að beygja frammi
fyrir honum lioldsins og hjartans kné, lært að hlýða
honum, lært að leila ráða hjá honum, og láta hann skera
úr öllum vandamálum vors innra og ytra lífs. Vér fáuin
ekki af voru eigin hyggjuviti leyst úr vandamálunum,
hvorki í voru persónulega lífi, né heldur þeim málum,
sem snerta samskifti vor við aðra menn. Mannleg vizka
nær jafnan svo skamt, og sjálfselskan vill leiða oss af-
vega. Látum þvi orð Jesú, Guðs orðið, vera æðsta úr-