Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 27
Ivirkjuritið. Um kristniboð. 105 Eins og þegar er sagt, vorum vér íslendingar ekki svo lánsamir, að starfsmenn þessa einstæða trúboðs fengju nokkura fótfestu vor á meðal. En samt fór það svo, að um svipað leyti eða litlu síð- ar en kristniboðsfélög tóku alment til slarfa innan evangelisku kirkjunnar i byrjun 19. aldar, þá átti kristni- boðsmálið ýmsa góða vini hérlendis, — eirikum norð- anlands — bæði meðal presta og leikmanna. Séra Jón Jónsson lærði á Möðrufelli í Eyjafirði, er andaðist 1846 eftir 63 ára prestsstarf, stofnaði kristi- legt smábókafélag árið 1815, og birti ýmsar frásögur frá kristniboði í þeim smáritum, er sá félagsskapur gaf út. Hann safnaði og fé til krislniboðs, er hann sendi árlega kristniboðsfélagi Dana, er stofnað var árið 1821. Tengdasonur hans, séra Hálfdán Einarsson prófastur á Eyri við Skutulsfjörð, var síst minni trúboðsvinur en séra Jón. Séra Hálfdán safnaði árlega fé til kristniboðs ’ Prófastsdæmi sínu og sendi erlendum kristniboðsfé- lögum. Hann gaf kristniboðsfélagi Dana 100 rikisdali al dánarbúi sínu og reyndi að fá aðra presta og Helga uiskup Tliordarsen til að sinna því máli. Eegursta og skýrasta dæmið um kristniboðsáhuga séra Hálfdánar er bréf, sem harin skrifaði 1854 Helga syui sínum, síðar forslöðumanni Prestaskólans í Reykja- vik. Hafði Helgi Hálfdánarson þá nýlokið háskólanámi, eins og bréfið sýnir. Er bréfið birt í „Yerði ljós“ árið 1904 af sonarsyni sera Hálfdáns, dr. Jóni Helgasyni biskup. Bréfið er á þessa leið: „Eyri i janúar 1854. Elskaði son! Ég samfagna þér, að þú ert nú loksins sloppinn úr löngu og ströngu stríði, já, ég samfagna þér hjartan- lega. Þó er þetta ekki aðalefnið í þetta sinn, heldur á það að verða einungis ein spurning til þín, sem ég hefi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.