Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 16
94 Jósef Jónsson: Kirkjuritið. líma, merkisberi nýrra hugsjóna var nú kominn. Hann stóð föstum fótum í gamla timanum, ekkerl af því, sem þjóð hans hafði verið lieilagt og andlegl verðmæti var i, mátti glatast, heilagur arfur feðranna mátti ekki týn- ast, nýi tíminn stóð í órofa samhandi við fortíðina, hann sagði sjálfur: Ætlið ekki, að ég sé kominn til að niður- brjóta lögmálið og spámennina. Og' nú kom hann, kon- ungurinn Iíristur, opinberlega fram fvrir alþjóð — nú vildi hann sýna þjóð sinni, að hann var hinn fyrirheitni Messías hennar, ekki með viðhöfn og skrauti að hætti heimsins konunga, heldur sem látlaus, liógvær friðar- höfðingi. Þannig kom hann fram fyrir þjóðina, eins og spámaðurinn hafði spáð um: Sjá, konungur þinn kemur til þín hógvær. Hann reíð á afkvæmi áhurðargrips, og reiðver lians var slitin ldæði lærisveinanna. Sumir meðal mannfjöldans hreiddu klæði sin á veginn, eins og titl var i Austurlöndum við innreið konunga, aðrir lijuggu lim af trjánum, og stráðu á veginn, en mannfjöldinn hrópaði: „Hósanna. Blessaður sé sá, sem kemur i nafni Drottins“. Yelkominn til Jerúsalemhorgar, Jesús frá Nasaret. En þrátt fvrir alt þetta var þó þessi innreið lát- laus og fátækleg horin saman við allar hinar. Mannfjöld- inn vænti sér annars af hans hendi en liann vildi flytja þeim, og sjálfur vissi hann vel, hvað í vændum var. Hann vissi, að ekki hiðu hans í borginni sjálfri fagnaðar- söngur, eða konunglegar viðtökur, heldur þjáning og dauði. Þarna reið Iiann nú niður af hæðum Olíufjallsins umkringdur af lærisveinum sínum, sem sjálfir voru um- komulitlir og fátækir alþýðumenn, og alstaðar kváðu við fagnaðarópin honum til handa frá mannfjöldanum, sem vænti sér mikilla hluta frá hans hendi, þeir vissu, að hann talaði eins og sá, sem vald liafði, þeir vissu, að hann bjó yfir dásamlegum mætti. Þeir vissu, að lijá honum höfðu blindir fengið sýn, haltir gengið, líkþráir hreinsast, daufir fengið heyrn, dauðir upprisið og fátæk- um verið boðað fagnaðarerindi. Og Jesús vildi líka gefa

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.