Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 36
114 Ásmundur Guðmimdsson: Kirkjuritið. vakti þegar á unga aldri mikla athygli á sér. Arið eftir að liann varð kandídat í guðfræði, iilaut hann verðlauna- pening úr gulli fyrir ritgerð um Makkaheahækurnar. Nokkuru síðar var honum veittur utanfararstyrkur og iðkaði hann vísindanám við erlenda háskóla 1912—191(5. Það ár varð hann doktor í guðfræði fyrir ritgerð um Essenana, og jafnframt guðfræðiskennari við Kaupmanna- hafnarháskóla. Hann hefir þannig verið háskólakennari i full tuttugu ár. Hann er afkastamaður mikill og hefir hlotið góðan orðstír fyrir kenslu sína og' ritstörf. Hann liefir m. a. ritað skýringar yfir Postulasöguna, 1. Korintuhréf og Opinberunarbókina, auk fjölda greina í vísindaleg tíma- rit. Það er einkenni á bókum lians, hve ljóst liann ritar, frjálst og djarft og af sterkri sannleiksást. Hann flutti liér alls 11 háskólaerindi. Fjögur hin fyrstu voru um lifnaðarhætti fólksins á Gyðingalandi, en þar hafði hann dvalið eitt misseri fyrir nokkurum árum. Erindin voru hin fróðlegustu og vörpuðu ljósi yfir margt í Biblíunni, svo að það varð auð- skildara en áður. Jafnframt sýndi liann fjölda af ágæt- um skuggamyndum, m. a. frá Jerúsalem, Betlehem, Kapernaum og Hebron. Eitt erindið var ferðasaga frá Gyðingalandi austan Jórdanar. Hin sex erindin lutu öll að uppruna guðspjallanna og afstöðu þeirra sín í milli. í iiinum fyrri var rakin saga vísindarannsóknanna á þessu mikla vandamáli alt til vorra daga; einkum var skýrt nákvæmlega frá kenn- ingu Þjóðverjanna Iv. L. Schmidts, Martins Dibeliusar, R. Bultmanns og M. Alhertz um myndunarsögu guðspjall- anna, enda hefir sú kenning vakið mestu athvgli á síð- ustu árum og mótað að vissu leyti skoðanir próf. Mos- bechs sjálfs. En frá þeim skýrði hann í síðustu erind- unum. Þær eru í sem styztu máli á þessa leið:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.