Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Syngið nýjan söng. 87 lionum en þetta, að yrkja og syngja í senn, og gefa þann- ig' lofgjörð sinni báða vængina, orðsins og tónanna? Hver kraftmikil trúaralda hefir síðan innan mótmæi- endakirknanna haft sinn nýja söng. Hinn sterki réttrún- aður fær sína tóna og meitluðu söngva, þegar vakning- ia innan þeirrar stefnu og innileikinn brýzt undan fargi kennisetninganna, og þeir hefja upp raust sina Páll Herhardt í Þýzkalandi með sálma eins og t. d. „Á hend- ur fel þú honum“, „Ó, höfuð dreyra drifið“, Tomas Kingo ’ Danmörku með sinn „Andlega söngkór“ og Hallgrím- Ur Pétursson hér heima á íslandi. En Johan Criiger og aðrir meistarar tónlistarinnar flytja þessa fögru sálma i iiæðirnar á vængjum vndislegustu sálmalaga, sem hugs- ast geta. Þá er vakningin mikla á 17. og einkum 18. öldinni ekki sönglaus. Pietisminn og metodisminn hafa nýjan söng' svo að sjaklan hefir meira verið. Og' þá er uppi luesti meistari tónlistarinnar, sem evangelisku kirkj- l*rnar liafa nokkuru sinni átt, Joh. Seb. Baeh. En ég ætla ekki að rekja þetta lengra. Hver vakning á sinn nýja söng. Ég vil nú vikja ofurlitið að því, hvernig sálmasöng- Urinn hefir verið hér á okkar landi frá siðaskiftum. Siðaskiftin komu hingað með þeim hætti, að naumast gat vakið nýían söng. Það var heldur, að söngurinn þagnaði við komu þeirra, því að eitt af stórbrotnustu andlegum skáldum landsins, Jón Arason, hiskup, varð að láta lífið í þeirri viðureign. Og' menn eins og Kristján skrifari, Gleraugna-Pétur og Daði í Snóksdal, voru ekki þess kyns menn, að þeir vektu menn til þess að syngja Drotni nýjan söng, þó að þeir væru sjálfsagt röskir uienn á sína vísu og gengju vel fram í að ná til sín kirkna og klaustraeignum. En andlegu leiðtogarnir áttu við margt að stríða, og' er siðhótartíminn hér á landi voðalegur tími, svo að góðir menn hlutu lengi að horfa

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.