Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 22
100
Kraftur Guðs ríkis.
Kirkjuritið.
um vér þá hugsa oss um eitl augnablik, að kjósa hann
sem konung og' herra lifs vors um líma og eilífð.
Vika þagnarinnar liefir hoðskap að flylja oss öllum,
og boðskapurinn er þessi: Kjós Jesú fyrir kommg og
leiðsögumann lífs þíns, kjós hann fyrir frelsara þinn og
drottin.
Tak af hjarta undir þetta gamla vers, sem altaf þarf
að vera nýtt með liverri kvnslóð:
Jesú, þín kristni kýs þig nú.
Kóngur hennar einn lieitir þú.
Stjórn þín henni svo haldi við,
himneskum nái dýrðarfrið.
KRAFTUR GUÐS RÍKIS.
Þaö er seni það sé ekki sjálfrátt, hvenær hið „lifandi vatn“ er
slegið af steininum. Andlega lífið er margra tegnnda, rétt eins
og öll önnur fjölbreytni iifsins sannar. Séu birgðir hinna góðu
tegunda góðar, kvikna gneistarnir, lindin vellur fram. Ein slík
fágæt stund var í Reykholti fyrir nærfelt þremur árum, og slikar
hefi ég allmargar lifað, ýmist innan kirkju, ýmist utan. „Guðs
ríki er eigi fólgið í orðum, heldur í krafti". Hinn djarfi Kristur
bíður slíkra liðsmanna. Það má vel vekja þessa þjóð; en þá þarf
hún líka að heyra Hvítasunnu-þyt og sjá eldlegar tungur, er
vitna um, hvernig Guðs ríki er. Það stoðar eigi að segja: Vaknið,
trúið! Það verður að birta það lif, sem allir eiga hlutdeild í.
Úr bréfi frá sveitapresti.