Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 15
Kirkjuritið.
KONUNQUR ÞINN KEMUR.
PRÉDIKUN Á PÁLMASUNNUDAG.
Eftir séra Jósef Jónsson.
Guðspjallið í dag segir oss frá innreið, sem var ger-
°uk öllum þeim, sem fyr eða siðar voru haldnar inn til
þessarar borgar. Jesús Kristur var liinn rétti og sanni
konungur ísraelsmanna, hinn fyrirlieitni Messías, sem
koma átti í fyllingu tímans og' þjóðin hafði þráð og
vænzt kynslóð fram af kynslóð. Guð hafði valið þessa
litlu þjóð, til þess að hún skyldi verða vagga nýrra og
háleitra hugsjóna, hugsjóna um réttlæti og bróðurkær-
ieika, um frið á jörðu. Meðal hennar átti að stofna nýjan
sattmála milli Guðs og mannanna. Nú voru þessar hug-
sjónir að rætast — þær liöfðu ldæðst holdi og blóði i
■tcsú Kristi. Þær liöfðu öðlast líf og sál í syni hins hæsta.
*ú var sá á ferð, sem fól allar þessar dýrlegu hugsjónir
1 eigin persónu sinni -— nú var sá á ferð, sem var ljómi
t*uðs dýrðar og ímynd veru hans, nú var hann kominn,
kominn konungurinn Kristur.
Og hvernig kom hann? Guðspjallið segir oss, að hann
kafi undirbúið innreið sína á þann liátt, að hann hafi
látið lærisveina sína sækja ösnufola inn í þorpið Betfage,
vestan Olíufjallsins. Það var gamall spádómur, að Mess-
1&s skyldi halda innreið sína á þennan einkennilega hátt.
t’jóðin þekkti vel þennan spádóm, hann var ein hennar
kelgasta og dýrasta eign. Þessi spádómur hafði verið
kenni ljós i lágu hreysi hann lýsti á tinuun andlegs
uiyrkurs og volæðis og hann hafði vermt hana í þján-
mgum og þrengingum aldanna- Nú var þessi gamli og
heilagi spádómur að rætast. Brautryðjandi hins nýja