Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 42
120 Kirkjuritið. INNLENDAR FRÉTTIR. SÉRA HÁLFDÁN GUÐJÓNSSON VÍGSLUBISKUP andaðist á Sauðárkróki 7. þ. m. Hann hafði veikst snögg- lega af botnlangabólgu og var skorinn upp 27. f. m. Skurð- uiinn tókst vel, en hjartað þoldi ekki þessa raun. í næsta hefti Kirkjuritsins mun birtast minningargrein um þenn- an merka og ágæta mann. Samkepnisprófið. Samkepnisprófinu um dósentsembættið við guðfræðisdeildina er nú lokið. Keppendurnir fluttu sitt erindið liver báða dagana 5. og (i. marz. Verkefni í fyrra erindið var valið úr siðfræði: Afstaða kristins manns til „adiaforcð' (þ. e. þess, sem talið er einu gilda), en liið siðara úr kennimannlegri guðfræði: Einkaskriftir samkvæmt evangelisk-lúterskum skilningi. Dómnefnd kvað svo upp úrskurð sinn 7. marz, og var hann á þessa leið: „Dómnefndin lítur einhuga svo á, að séra Björn Magnússon liafi í ritgjörð sinni og fyrirlestrum gjörl gefnum verkefnum bezt skil keppendanna og sýnt mikla yfirburði fram yfir hina að vísinda- legri efnismeðferð, þekkingu og framsetningu. Telur dómnefndin hann þvi einkar vel hæfan til að takast á hendur kennaraem- bætti í guðfræði við Háskólann og leggur það til með samhljóða atkvæðum við guðfræðisdeildina, að hún mæli með þvi, að honum verði veitt dósentsembættið, sem nú er laust“. Nýr vígslubiskup fyrir Skálholtsbiskupdæmi. Hinn 25. f. m. voru talin atkvæði þeirra, sem tekið höfðu ])átt i kosningu vigslubiskups fyrir Skálholtsbiskupsdæmi í stað prófess- ors Sigurðar P. Sívertsens. Þátttaka var ekki mikil, kusu aðeins 44 af 74 atkvæðisbærum mönnum. Séra Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur hlaut meira en helming allra greiddra atkvæða, eða 2(i atkvæði, og er þannig rétt kjörinn vígslubiskup. Önnur atkvæði dreifðust nokkuð. Kirkjuritið árnar hinum nýkjörna vígslubisk- upi allra heilla og blessunar. Á. G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.