Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 6
84
Magnús Jonsson:
Kirkjuritið.
leika Guðs, sem birtist í Jesú Kristi drotni vorum“,
Eða þá þegar hann rekur raunir sínar i 2. Kor 11, (v. 22
—30.) Svona skrifar enginn óbundið mál.
Svo stórbrotiu eru dæmin upp á skáldskap Páls, að
ég er sannfærður um, að sumt af þessum lofsöngvuni
er ort í önnur skifti en bréfin eru skrifuð, t. d. 1. Ivor.
13. Lofsöngurinn fellur ekki vel inn í efnið, og hann er
langtum dýrðlegri en svo, að hann sé ortur eins og menn
skrifa bréf. Hann er vafalaust ortur, kompóneraður,
heflaður og fægður í fullkomnu næði. En þarna gat
hann svo átt við.
Fyrstu söfnuðirnar höfðu náttúrlega fengið að erfð-
um frá Gyðingum bin dásamlegu Ijóð Gamla testa-
mentisins. En það nægði þeim ekki. Þeir urðu að syngja
Drotni nýjan söng.
Svona hefir það haldið áfram um aldir. Altaf hefir
kirkjan reynt að syngja Drotni nýjan söng, ekki aðeins
nýja sálma, lieldur og með nýjum hætti. í livert skifti,
sem kirkjan á blóma- og lífgunartímabil, þá lýsir það
sér meðal annars í þvi, að Drotni er sunginn nýr söngur.
Á 4. öld nær kirkjan frábærum þroska, svo að ef til
vill hefir aldrei, fyr né síðar í sögu kirkjunnar uppi
verið að tiltölu jafnmikill sægur afburðamanna að gáf-
um, snild, stjórnsemi, skapfestu og öllum kristilegum
dygðum. Þegar þeir gengu um í einu á þessari jörð
Gregorarnir frá Nyssa og Naziansos, Basilíus mikli og
Krysostomos, Aþanasíus, Hieronymus, Ambrósíus og
hinn upprennandi Ágústínus. Það getur vel verið, að ég
sleppi einhverjum þeim lielzta, því að ég nefni af handa-
bófi.
Og þá hljómar hinn nýi söngur. Austurlenzku snill-
ingarnir voru svo talandi skáld Guði til dýrðar, að sum-
ar prédikanir og jafnvel biblíuskýringar Krýsostomosar
eru svo að segja í ljóðum. Jafnvel skrár vfir reglurita-