Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 3
Kirkjuri'tið.
Vígsla Háskólakapellunnar.
Eins og kunnugt er, var iiiö nýja stórhýsi Háskóla ís-
lands vígt og aflient (il notkunar 17. júní með mikilli við-
liöfn. Hófst sú athöfn með guðsþjónustu í háskólakapell-
unni, þar sem forseti guðfræðideildar, dr. Magnús Jónsson,
prófessor, messaði. En næsta dag á undan, eða sunnudag-
inn 16. júní, 4. sd. eftir trinitatis, var kapellan vígð.
Til vígslunnar var hoðið prestsvígðum mönnum í Reykja-
vík og næsta nágrenni, guðfræðikandidötum og stúdent-
um guðfræðideildar, kirkjuráði, formanni sóknarnefndar,
kenslumálaráðherra, fastakennurum Háskólans, liúsa-
meistara og nokkurum þeim mönnum, er sérstaklega
höfðu unnið að smíði og skrevting kapelhmnar eða senl
henni gjafir, ásamt konum þeirra.
Athöfnin hófst kl. 2 e. h. með því, að þegar aðrir gestir
voru komnir til sæta sinna gengu í skrúðgöngu inn í kap-
elluna: Kenslumálaráðherra Hermann Jónasson og rektor
Háskólans dr. Alexander Jóhannesson, þá dr. Jón Helga-
son biskup og allir þcir prcstar og fyrv. prestar, er mættir
voru hempuklæddir. Þegar þeir voru komnir til sæta sinna,
gengu þeir, er vígsluna önnuðust, í skrúðgöngu til kapell-
unnar. Gengu fremst tveir famuli, séra Garðar Svavarsson
og séra Halldór Kolheins, þá biskup landsins, herra Sigur-
geir Sigurðsson i biskupsskrúða og forseti guðfræðideildar,
dr. Magnús Jónsson, prófessor, í fullum prestsskrúða, en
þeir framkvæmdu vígsluathöfnina, þá prófessor Ásmund-
ur Guðmundsson, er ])rédikaði, og loks séra Bjarni Jóns-
son, vígslubiskup, séra Friðrik Hallgrímsson, prófastur,
séra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur og séra Sigurður
Einarsson, docent, en þeir lásu ritningarkafla þá, •sem
vigslunni tilheyra. Voru þeir allir skrýddir rykkilínum.
L