Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 7

Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 7
Kirkjuritið. VígsluræSa. 247 ellunni 400.00 kr. og hefir fyrir þær verið keyptur skrúði, svo og patína i sama stil og kaleikurinn og bækur lianda kapellunni. Þá eru henni og farin að herast áheit. Er alt þetta vottur þeirrar hlýju, sem nú strevmir til há- skólakapellunnar. Er vonandi, að vinir hennar iilúi að henni með fégjöfum svo vel, að þar verði hægl að halda uppi guðsþjónustum fyrir Háskólann og aðra. Háskólakapellan á áreiðanlega verkefni að vinna fvrir Guðs ríki meðal vor. Vígsluræða Sigurgeirs biskups Sigurðssonár Eilífi, ástríki faðir! Helga þú þennan stað með nálægð þinni. Lál þinn anda ávalt dvelja hér i þessum nýja hústað, er þér liefir verið gjörður. Kenn oss að tiibiðja þig i anda og sannleika. Amen. „Borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur Ijós og setja það undir mæliker, heldur á ljósastikuna og þá lýsir það öllum, sem eru í húsinu“ (Matt. 5, 14.—15.). Háskóli Islands á svo stórt og mikilvægt verkefni að vinna með þjóð vorri, að hann fær ekki dulist. Og nú hafa honum verið reist svo veg'Ieg heimkynni, að þau fá heldur ekki dulist. tslenzka þjóðin á hér nú hið glæsilegasta musteri menta og menningar. Hingað berast vonir hinna vitrustu og beztu manna þjóðarinnar. ,,Borc/, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulist“. Þessi dagur er mikill merkisdagur i sögu íslenzkrar kristni og kirkju, er vígð er kapella í hinni fyrstu há- skólabyggingu landsins. Fvrir mínum sjónum er hún tákn nýrrar dagsbrúnar — nýrrar dagrenningar í þjóðlífi voru. Var ekki likast því sem ljós væri kveikt i þessu landi,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.