Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 8

Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 8
248 Sigurgeir Sigurðsson: Júlí. þegar skólar voru reistir við hin fornu biskupssetur lands- ins, og siðan þar sein kirkja og skóli unnu saman. Fyrir það samstarf féll margur ljósgeisli frá Skálholti og Hól- um yfir þetta land, sem lýsti þjóðinni á diminum dögum, gaf lienni kjark og dug á þrautatímum og har uppi menn- ingu hennar. Það stafar enn i dag Ijómi af bókvísindaiðk- unum íslenzkra klaustramanna og klerka. — Atburðir í lif- inu eru oft einkennilegir. Það er merkilegt mál og mikið þakkarefni oss Islendingum, að vér skulum nú um þess- ar mundir hafa aðstöðu til þess að reisa nýtt musteri til menta- og menningarstarfa, þegar svo margar jijóðir horfa á hin miklu verðmæti, sem menning þeirra hefir skapað þeim, eydd og lögð i rústir. Kirkjur, háskólar og vísinda- stofnanir, sem háru i sér skilyrði til þess að hefja þjóðir á æðra stig menningar og farsældar, eru hrend í eldi eyði- leggingarinnar, sumstaðar, þar sem hin glæsilegustu tákn menningarinnar stóðu, stendur ekki steinn yfir steini. En hér hefir risið upp fögur borg, sem ekki fær dulist, glæsilegur háskóli, fegursta hygging landsins, og helgidóm- ur hennar vígður i dag. Mér finst, að ég megi þakka i nafni allrar liinnar islenzku þjóðar forvígismönnum háskóla- byggingarmálsins fvrir það, að þeir gleymdu ekki að lielga drotni stað í þessu húsi. Ef kapellan liefði gleymst, liefði byggingin orðið fátæklegri, og þá hefði verið hér alt öðru vísi um að litast i dag. Þá hefði verið hæði kaldara og dimmara yfir húsinu. Ég get fullvissað yður um það, að flestum foreldrum, sem sonu sína og dætur senda hingað, er það mikilvægt mál, að sú lífsskoðun ríki innan vébanda liáskólans, sem þessi kapella táknar. Og sennilegt er, að jiað verði nú lýðum ljóst og auðskilið mál, að líf vort all þarf að hyggjast á traustari grundvelli en veraldarhyggj- unni einni, ef nýir og bjartir tímar eiga að geta runnið upp. Það var sandur undir menningu þeirrar kynslóðar, sem nú berst og hrýtur niður á vígvöllum Evrópu. Hún vildi ekki trúa því, að Kristur væri foringinn og boðskap- ur hans hjargið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.