Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 13

Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 13
Kirkjuritið. Ræða. 253 unarstóll, að öllu leyti gerð úr algerlega íslenzkum efnum og unnin liér frá því fyrsta lil ]tess síðasta. Þá setnr það sinn svip á húsið, að einn af listamönnum vorurn hefir gert lágmyndir þær, sem liér gefur að líta. Eru á skrúðhúsi og prédikunarstól hin fornkirkjulegu tákn guðspjalla- mannanna, en undir söngpalli eru settar saman á haglegan hátt fornkirkjulegar táknmyndir, lil heggja handa við Kristsmynd, er lvftir höndum blessandi vfir húsinu og því, sem liér á fram að fara, og þeim er hér leita til lians i auðmýkt. Sést öðrumegin skip, tákn kirkjunnar og fisk- ur, sem er eitt af allra elztu táknum Krists. Mun þetta tákn svo til komið, að fyrstu stafirnir i orðunum Jesús, Kristur, Guðs, sonur, frelsari mynda á grísku orðið ichþys, sem þýðir fiskur. Þá er lambið, sem er eitthvert elzta Kriststákn. Hinu megin frá er yzt dúfan, tákn heilags anda, vínviðurinn, sem er líking Krists og sambands hans við lærisveinana (Jóh. 15.), og loks vera er hrærir strengi á hörpu, og er það sett hér sakir þess, að myndin er undir söngpalli kapellunnar, eins og orgelpípurnar sýna iíka. En auk þessa hefir listamaðurinn hagað þessu svo, að öðrumegin er sjór og hinu megin land: Ivristur, hless- andi alt á sjó og landi, og á það ekki illa við liér á þessu landi, þar sem segja má, að hálft líf þjóðarinnar sé á sjó °g hálft á landi, en bæði Háskóli vor og kirkja lætur sig alt jafnt skifta, er þjóðlif vort á og býr vfir. Lambið og harpan, sitt til hvorrar liandar Kristsmyndinni, dregur einnig fram á fagran hátt liina tvo miklu þætti í starfi frelsarans, annars vegar kenningu hans með sinni ljóð- r*nu list og fegurð, yndisleikann og samhreiminn, og hinsvegar fórnarstarf hans, þjáninguna án möglunar, friðþæginguna dularfullu, hlóð .Tesú Krists, er hreisnar af allri synd. Orgelið, sem koma á á söngpallinn, er bygt algerlega hér a landi, en því miður voru svo margar tafir og örðug- loikar á þvi, sakir ástandsins, að það var ekki fullbúið fyrir þessa vígslu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.