Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 23
KirkjuritiS.
Leiðin lil fullkomnunar.
263
svo að Háskólanum auðnist að verða J)að, er þjóðin þarfn-
ast og ætlast til og umfram alt það, er Guð vill. Hér skal
heðið um vöxt og gróandi starfa Iians í þágu þess, sem
nytsamt er og g'ott. Hér skal liorft til Guðs með bæn um
hjálp lians og kraft lil meiri og meiri þroska og fullkomn-
unar. Biðjum um þetta saman, hiðjið um það öll, sem orð
mín heyrið. Það sé bænarefni vort nú í dag og á ókomnum
árum. Og dýrð Guðs og máttur mun vaka yfir þessum stað.
Hver maður, hver stofnun, hver þjóð og liver kynslóð
veraldar hlýtur fyr eða síðar að velja um vegina tvo, sem
Kristur hendir á í guðspjallinu í dag, og marka svo örlög
sín. Guð gefi það, að vér megum velja rétt — leiðina lil
fullkomnunar. Lífið liggur við. En hresti oss kjark og þrótt
og villumst vér frá henni, eða liggi oss við að örvænta um
hag mannkynsins og sjáum ekkert framundan fyrir sorg
og tárum, jiá hiðjum fyrir sjálfum oss og því öllu með
bæninni, sem vér lærðum í bernsku:
Snú þú mér, svo að ég snúi mér,
því þú, Drottinn, ert minn Guð.
Vígslu kapellunnar og Háskólans minst.
Við liámessu í Dómkirkjunni 16. júní mintist séra Bjarni Jóns-
son vigslu Kapellunnar. Bar haim fram þá ósk, að frá þeim stað
mætti blessun fagnaðarerindisins berast lil háskólaborgaranna
og þjóðarinnar í heihl. Bað hann þess, að Jiar mætti á heilagri
vigslustund og framvegis búa sú gleði, sem felst í þessari játn-
ingu: „Sannarlega er drottinn hér á þessum stað.“
Þvi næst mintist séra Bjarni vígslu Háskóla íslands með þeim
ummælum, að kveðja bærist frá kirkjunni á þessum timamót-
um, kveðja til Háskólans frá Dómkirkjunni, Jiví að starf beggja
liefði á undanförnum árum verið unnið í nábýli og góðu sam-
komulagi.
Talaði séra Bjarni um þá heill, sem þvi fylgdi, er æskan væri
heilagt vor þjóðarinnar. Bað hann þess, að svo mætti verða.