Kirkjuritið - 01.07.1940, Side 34

Kirkjuritið - 01.07.1940, Side 34
274 Prestastefnan. Júlí. Kirkjuráðs- fundir. 2. Ennfremur skipaði hann sálmabókarnefndina þremur mönnum, biskupi, séra Hermanni Hjartarsyni og séra Jakobi Jónssyni með þeim tilmælum, að prestastefnan kysi tvo menn í viðbót. Hún fói kirkjuráði afgreiðslu málsins, en það af- greiddi málið með eftirfarandi tillögu, sem samþykt var með þremur atkvæðum gegn einu (biskups). Einn kirkjuráðsmanna, Ólafur Björnsson, sat hjá við atkvæðagreiðsluna: „Kirkjuráðið sér ekki ástæðu til þess að tilnefna 2 menn í hina stjórnskipuðu sálmabókarnefnd, enda mun biskupinn, sam- kvæmt gildandi reglum, bera undir kirkjuróð tillögur sínar til breytinga á sálmabókinni. Eftir að kirkjuráð hafði á þennan hátt, sem ég hefi lýst, al'- greitt málið, lýsti ég yfir því, að ég mundi taka lil starfa í nefndinni. Höfum við séra Hermann Hjartarson starfað hvor í sínu lagi að endurskoðuninni síðan og sameiginlega hér í Reykjavík um skeið, síðastliðinn vetur. Einnig hefir séra Jakob Jónsson unnið vestra og sent okkur allítarlegar tillögur sínar. Gerum við ráð fyrir að geta unnið sameiginlega að endurskoðun sálmabókarinnar i nokkura mánuði á komandi vetri. Kirkjuráðið hefir haldið samtals G l'undi á sýnódusárinu og rætt auk sálmabókarmálsins, sem tók allmikinn tíma, ýms mól, er kirkjuna varða, svo sem um Strandarkirkjumál, sóknarskifting i Reykja- vík, borgaraleg hjónabönd, utankirkjumenn, prestsseturshús, eft- irlaun presta, prestsstarf guðfræðinema að sumarlagi, styrk til organista, kenslubækur í kristnum fræðum, guðsþjónustur til minningar um útgáfu Nýja-Testamentisþýðingar Odds Gottskálks- sonar, styrk til safnaðarblaða o. fl. Minningarguðs- TvegSJíl kunnra þjóna kirkjunnar látinna var þjónustur o fl ‘ninst á árinu á 100 óra afmæli jæirra: Séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ og séra Þorvaldar Bjarnasonar ó Melstað. Prédikaði ég við minningarguðsþjónustu í Gaulverjabæ og ritaði um séra Pál minningargrein, en dr. Iheol. Jón Helgason biskup flutti útvarpsræðu um séra Þorvald, og ])essa daga mun birtast grein um hann eftir ungan mann hér i bæ, sem ber nafn séra Þorvaldar, hins snjalla gáfumanns með viðkvænta barnshjartað. — Nokkurum sinnum kom ég í prédik- unar- eða ræðustól frarn fyrir kirkjunnar hönd, svo sem við guðsþjónustur í Dómkirkjunni fyrir hjúkrunarkonur frá Norð- urlöndum, er hér voru um 600 í heimsókn siðastl. sumar, Norð- urlandaguðsþjónustu á Finnlandsdegi 10. des. 1939, Sjómanna- degi og vegna vetrarhjálpar í Reykjavik og Hafnarfirði, og nokk- urum öðrum. Var flestum þessum athöfnum útvarpað.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.