Kirkjuritið - 01.07.1940, Side 35
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
275
Fríkirkjan
Reykjavík
40 ára.
A árinu mintist Fríkirkjan í Reykjavik 40 ára
starfs sins hér í bænum. Hefir hún, sem kunn-
ugt er, unnið inikið starf að öllu leyti liliðstætt
starfi þjóðkirkjunnar. Telur söfnuðurinn nú
um 8500 meðlimi. Er mér ljúft að votta presti safnaðarins, séra
Árna Sigurðssyni starfsbróður vorum, sem í meðvitund okkar
er jafnt þjóðkirkju- sem frikirkjuprestur, svo og söfnuðinum í
heild — einlægan bróðurhug okkar og færa þeim árnaðaróskir.
Fundarhöld Prestafélag íslands liélt aðalfund sinn að af-
og mót lokinni prestastefnunni síðastl. ár og sömuleiðis
félagsdeildir þess, út um landið. Átti ég jiess
kost að sitja l'und þriggja deildanna, Preslafélagsdeildar Suður-
lands, Hallgrimsdeildar og Prestafélags Vestfjarða, og sann-
færðist enn betur um mikilvægi starfs deildanna. Voru fundirnir
allir hinir ánægjulegustu. Ýms mikilvæg málefni voru þar til
meðferðar og guðsþjónustur fluttar í sambandi við fundina og
sumstaðar t. d. í Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi með afbrigðum
vel sóttar. Vil ég eindregið hvetja til ]iess, að guðsþjónusturnar,
þar sem tveir prestar fara á hverja kirkju prófastsdæmis jiess, er
fundirnir eru haldnir i — verði í framtíð látnir fram fara, eins
og tíðkast hefir í Prestafélagsdeild Suðurlands og i Hallgrims-
deild.
Hraungerðismútið, er haldið var, sem kunnugt er, 15.—17. ]).
m. , var fjölsótt. Mun þangað hafa komið um 300 manns. Hafa
þeir, sem ég átti tal við og þar voru staddir, látið hið bezta af
samverustundunum þar og talið mótið sólskinsblett í hinu ytra
dimmviðri yfirstandandi tima.
Hinn 12. apríl s.l. og næstu sunnudaga þar á eftir voru víðs-
vegar í kirkjum landsins fluttar minningarguðsþjónustur vegna
100 ára minningar um útgáfu Nýja-Testamentisþýðingar Odds
Gottskálkssonar. Hér í Reykjavík voru fluttar útvarpsguðsþjón-
ustur, og prédikaði séra Friðrik prófastur Hallgrímsson. Sama
kvöldið flutti dr. theol. Jón Helgason hiskup virðulegt erindi
um Nýja-Testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar.
Kirkjulegar 1 ársb>'rÍun sendi ég út Hirðisbréf mitt til
bækur og blöð. Prófasta og t)resta'
Þrátt fyrir vaxandi erfiðleika a hokautgafu
hefir allmikið verið gefið út af kirkjulegum ritum á árinu.
Kirkjuritið hefir komið út, sem áður. Hálogaland Berggravs bisk-
ups, i þýðingu prófessoranna Ásmundar Guðmundssonar og
Magnúsar Jónssonar. — Jón Halldórsson, prófastur í Hítardal.
eftir dr. theol. Jón Helgason biskup. Kenslubók í kristnum fræð-
um eftir séra Þorstein Kristjánsson, Lindin, ársrit Prestafélags