Kirkjuritið - 01.07.1940, Qupperneq 38
278
Prestastefnan.
Júlí.
Fjörsöfnun til
Hallgrímskirkju.
skyldu á sínum tíma lagðar fram bæði fyrir kirkjuráð og presta-
stefnu. Voru dagskrártillögurnar á þessa leið:
„I því trausti, að nefnd sú, sem nú vinnur að endurskoðun
sálmabókarinnar, birti, að starfi sínu loknu, tillögur sínar um
breytingar á sálmabókinni, svo að bæði kirkjuráð, prestastefna
og safnaðarfólk í landinu geti kynst þeim og tekið afstöðu tii
þeirra, tekur prestastefnan fyrir næsta mál á dagskrá'".
Þessi tillaga var feld með 20 atkvæðum gegn 10. Aftur á móti
var samþykt með 22 atkvæðum gegn (i svohljóðandi tillaga:
„Prestastefnan lýsir trausti sínu á sálmabókarnefndinni og
felur henni að starfa áfram og leggja tillögur sínar fyrir kirkju
ráð og prestastefnu, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá."
Ennfremur var samjjykt viðaukatillaga um l>að, að nefndin
mætti taka tvo menn til viðbótar.
Séra Einar Thorlacius prófastur skýrði nokkuð
frá fjársöfnun 'til Hallgrímskirkju í Saurbæ, fyrst
meðan liann annaðist söfnunina og svo eftir
]jað, er landsneínd Hallgrímskirkju tók við söfnunarstarfinu.
Hann bar fram svolátandi tillögu:
„Synodus telur eðlilegast, að fé það, er Hallgrímskirkja í Saur-
bæ á í vörzlum landsnefndar Hallgrímskirkju, sé þegar lagt í
Hinn almenna kirkjusjóð, og felur biskupi að bera málið fram
við landsnefnd Hallgrímskirkju".
Tillagan var samþykt með samhljóða atkv. gegn einu.
Skýrsla barna Hitari l)arnaheimilisnefndar þjóðkirkjunnar,
heimilisnefndar Ásmundur Guðmundsson prófessor, lagði fram
reikning barnaheimilissjóðsins fyrir árin 1938
og 1939 og skýrði frá störfum nefndarinnar. Sjóðurinn var í árs-
lok 1939 kr. 2351.87. Heimilin, sem sjóðurinn hefir styrkt þessi
ár, eru Sólheimar og sumarheimili barna á Siglufirði og að Lundi
i Öxarfirði. Fóru ritarinn og formaður nefndarinnar, séra Guð-
mundur Einarsson, nokkurum orðum um Sólheimahælið sérstak-
lega, fjárhag þess og rekstur. Nefndin var öll endurkosin í einu
hljóði. Hana skipa: Séra Guðmundur Einarsson, próf. Ásmundur
Guðmundsson, séra Bjarni Jónsson, séra Hólfdán Helgason og
séra Þorsteinn Briem.
Söngmál Biskup hóf framsögu um söngmál kirkjunnar
kirkjunnar og sýndi fram ó, til hve mikillar eflingar góðu-'
kirkjusöngur gæti orðið kristninni í landinu.
Kvað hann nauðsyn að hefjast lianda í þessum efnum og taldi
kirkjusókn mundi mjög aukast, ef vel tækist. í lok máls síns bar
hann fram þessa tillögu:
„Prestastefnan felur biskupi að vinna að því, að stofnað verði