Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 40
Júlí. Aðalfundur Prestafélags íslands. 'J'ilhögun Aðalfundur Prestafélags Islands var að þessu sinni haldinn í 1. kenslustofu hins nýja H<á- skólahúss, miðvikudaginn 20. júní. Mun það vera fyrsti fundur, sem haldinn er í húsi þessu. Hann liófst með guðsþjónustu í Há- skólakapellunni kl. 9,30, og stýrði séra Ólafur Magnússon, prœp. hon. þeirri athöfn. Þar sem fundurinn var haldinn í sambandi við prestastefnuna og aðalfund Suðurlandsdeildar Prestafélagsins, og ennfremur átti að halda í framhaldi af þvi hinn almenna kirkjufund, þótti ekki rétt að hafa hann nema einn dag. Formaður, próf. Ásmundur Guð- mundsson, setti fundinn og stjórnaði honum, en séra Árni Sigurðs- son gegndi ritarastörfum ásamt ritara félagsins, próf. Magnúsi Jónssyni. í fundarlok var gengið til Háskólakapellunnar og flutti formað- ur þar bæn, en sálmar voru sungnir á undan og eftir. Fundinn sóttu: Biskupinn, kennarar guðfræði- deildar allir þrír, 28 prestar og prófastar, 7 2 kandídatar og 1 guðfræðistúdent, eða alls 42 Fundarsókn. pastores emeriti, menn. Skýrsla stjórnar. Reikningurinn. Formaður gaf yfirlitsskýrslu um það, sem gerst hafði á félagsárinu, breytingar á stjórn, ýmis fjármál, athafnir stjórnar o. s. frv. Meðal annars hefir nú fengist hækkuð sú fjárupphæð, sem prestakallasjóður fær og kirkjuráð ráðstafar, og var það m. a. með það fyrir augum, að Kirkjuritið fengi aukinn styrk, af þessari 2000 króna hækkun. Féhirðir, séra P. Helgi Hjálmarsson, las reikn- ing félagsins og skýrði hann. Fer hagur félags- ins batnandi, sérstaklega vegna betri skila félagsmanna. Er áríð- andi, að svo haldi áfram að vera, því að þá er hag félagsins borgið. En félagið hefir komið svo mörgu til leiðar til ’hagsbóta þessari stétt, að hún ætti að efla hag þess sem allra bezt. Útgáfumál ^ síðasta hausti kom út bókin Hálogaland eftir E. Berggrav biskup, þýdd af þeim prófessorun- um Ásm. G. og M. .1. Sala henliar varð ekki eins góð og vænst var, sérstaklega vegna þess, hve geysimikið kom út af bókum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.