Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 42

Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 42
282 Aðalfundur Prestafélags íslands. Júli. Skipun prestakalla. Séra Gísli Skúlason prófastur bar fram tillögu um, að köllunarréttur safnaða til presta væri trygður með lögum o. fl. En af ])ví að þá var komið að fundarlokum, treystu menn sér ekki til að afgreiða svo margþætt og vandasamt mál undirbúningslaust, og var því málið afgreitt með svofeldri samþykt: „Fundurinn felur stjórn Presta- félagsins að undirbúa breytingar á prestskosningarlögunum og leggja þær fyrir næsta aðalfund Hætt var um það, hvar halda skykli næsta aðal- fund Prestafélagsins. Komu fram raddir um að æskilegt væri, að hann yrði haldinn á Akureyri sambandi við vígslu hinnar nýju kirkju þar. Loks var stjórn Prestafélagsins endurkosin, svo og endurskoðendur. Stjórnina skipa því: Próf. séra Ásmundur Guðmundsson, próf. séra Magnús Jónsson, prófastur séra Friðrik Hallgrímsson, séra Árni Sigurðsson og séra Guðmundur Einarsson. Endurskoð- endur eru prófastur séra Þorsteinn Briem og præp. hon. séra Kristinn Daníelsson. M. J. Næsti aðalfundur. Kosning stjórn- ar og endur- skoðenda. Sumardvöl Reykjavíkurbarna í sveitum. Biskup landsins og formaður Prestafélagsins fóru þcss á leit við presta, að þeir leituðust við að útvega börnum úr Reykjavik dvalarstaði í sveit í sumar. Tóku prestar vel þessari málaleitun og komu allmörgum börnum fyrir. Á 4. þúsund Reykjavíkurbarna dvelur nú í sveit. Kirkjuvígslur. Biskup landsins vígir að forfallalausu þrjár kirkjur í þessum mánuði: Tjarnárkirkju á Vatnsnesi 7. júli, Óspakseyrarkirkju 14. júlí, Haukadalskirkju 21. júli.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.