Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 8
2
Magnús Jónsson:
Janúar.
og höpp hinum þræði. Fátt reynir meira á þrelc og menn-
ingu. Þau átök verða mörgum ofurefli.
Fyrir þjóð vora, eins og aðrar þjóðir, sem slíkt steðj-
ar að, er ekki til nema einn máttur, sem verndað getur,
og sá máttur er kristindómurinn. Hann er öruggur og
alveg óskeilcull kraftur gegn öllum þessum hamförum.
En eigum við hann í svo ríkum mæli, að hann megi
duga okkur? Eða höfum við vanrækt að hervæðast eins
og svo margar aðrar þjóðir?
Um það er hvorki mitt né nolckurs manns að dæma.
Reynslan mun sýna það. En því miður sýnast ýmis tákn
tímanna henda í allt annað en bjarta átt.
Fyrst er að kunna að líta á hamfarirnar í réttu Ijósi.
Kvæði Matthíasar um Dettifoss lýsir þessu vet. Hann
stendur í fyrstu höggdofa frammi fyrir þessum ógur-
legu hamförum. Honum finst, sem horfi hann þar á
„almættisins teikn“. En það er ekki nema um stund.
Brátt sér hann alt annað bak við og yfir þessum ógn-
um. Hamfarirnar eru ekki styrkur heldur vanmáttur:
Hert þig, heljarbleikur,
hræða skalt ei mig.
Guðdómsgeislinn leikur
gegn um sjálfan þig.
Er það ekki svona með hamfarir mannanna, þar sem
þeir æða hver gegn öðrum, fótumtroða boð Guðs, smána
kærleilcslögmál Krists og blása ógnum gegn öllu, sem
byggt hefir verið upp? Það sýnist ægilegt í styrkleik
sínum. En séð með trúarsjón skáldsins er það hjóm,
vanmáttug uppreisn vesælla og villuráfandi jarðarbarn-
anna gegn hinni himnesku hátign. Guðdómsgeislinn leik-
ur yfir því og gegnum það.
Við þurfum ekki að efa, hvort sigrar að lokum. Heljar-
bleikur ófriðarins á ekki að hræða nokkurn kristinn
mann. En hversu lengi standa ógnirnar?
Þegar við lítum á öll sárin, sem höggvin eru, alt, sem
bæta þarf, alt, sem græða þarf, alt, sem byggja þarf,