Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 9
Kirkjuritið.
Nýár 1940.
3
verður okkur þá ekki að segja eins og sama góða skáld-
ið segir í hinni dásamlegu nýárskveðju 1878:
Heilaga Ijós, sem heyr æ stríð
við heljarveturinn ár og síð.
Mikið þú átt i vændum verk
að vinna úr dauðanum lífsins serk.
En það verður. Því að guðdómsgeislinn, sem skín
gegnum „heljarbleik“ er fyrst af öllu kærleiksgeisli, verm-
andi cg græðandi, án allrar verðskuldunar.
Kom því, ó, skínandi tjósanna Ijós
og leys vora köldu þjóðlífs rós!
skrifaðu’ á heiminn lög og láð:
„Lífið er sigur og guðleg náð."
Stórþjóðir heimsins berjast fyrir sigri — og bíða allar
ósigur á sál og líkama. „Og eg sá, og sjá: Bleikur hestur;
og sá er á honum sat, hann hét Dauði, og Helja var í
för með honum“, segir í Opinberunarbókinni.
En við getum líka barist á þessu komandi ári, barist
til sannarlegis sigurs. Því að „alt sem af Guði er fætt
sigrar heiminn, og trú vor, hún er siguraflið, sem hefir
sigrað heiminn“. Það er sá sigur, sem oft kemur mönn-
unum fyrir sem ósigur, það er Golgatasigur, en það er
sá eini sigur, sem unt er að vinna. Það er sigurinn yfir
hinu illa, hinu lága, yfir syndinni og bölinu, kærleilmns
sig>ur yfir hatrinu, Ijóssins sigur yfir myrkrinu, lífsins
sigur yfir dauðanum.
Iíom þú, ó, skínandi Ijósanna Ijós!
Kom þú, drottinn Jesú! Kom í hjörtu mannanna.
Styttu þjáningar þeirra, þjáningar haturs og eymdar,
og vinn lífsins serk úr dauðans dróma!
Ef hinn harði skóli þessa árs, sem nú fer í liönd,
getur fært mannkynið og okkur sjálf nær því marki, þá
ér hægt að lirópa út í sjálf ófriðármyrkrin: Gleðilegt ár!
Magnús Jónsson.