Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 22

Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 22
16 Guðríður Pálsdóttir: Janúar. þó að misjafnlega reyni á, eftir því livar hver er settur og eftir þeim gáfum, sem honum eru gefnar. En ef hver ávaxtar sitt, þá er nóg. Prestsstarfið er hið ábyrgðarmesta slarf innan kirkj- unnar. Það þarf meira en meðalmann til að uppfylla þær kröfur, sem til þess þarf að gera. Flestum finst líka nauð- synlegt að liafa góðan prest. En svo er eins og mörgum finnist nóg, ábyrgðin hvíli á honum um alt kirkjulíf. Ég veit, að á honum veltur mikið. En söfnuðurinn þarf allur að sýna lifandi áhuga og virka þátttöku í safnaðarlífi og guðsþjónustu, án þess getur ekki orðið fullur árangur af starfi prestsins. Á safnaðarfundum hér liafa oft verið svo fáir og þátt- taka svo lítil í umræðum, að ])að lítur svo út, sem fáir telji sér þau mál viðkomandi eða nokkuru skifta. Ég hefi veitt þvi eftirtekt, að kirkjugestir hafa sumir farið án þess að silja fundinn eftir messu, þannig kemur fram á- hugaleysi um mál kirkjunnar. Við messu eru oft svo fáir, að það lilýtur að vera hugraun hverjum áhuga- sömum manhi. * Ég hefi oft fundið sárt til þess, þegar ég hefi hlustað í kirkju okkar á ágætisræður, að of fáir nytu góðs af þeim og að þeim andans kröftum væri ekki nóg athvgli veitt; slíkar ræður þyrftu að ná til margra. En í réttum skilningi á messugjörðin að vera meira en ræða prestsins, hún á að vera sameiginleg bæn og hugleiðing allra, andlegt samstarf, sem hver og einn ræð- ur mestu um sjálfur, liver blessun verður af. Mig langar að vekja athygli kirkjugesta og safnaðarfólks á einu atriði, sem ég tel að geti liaft mikilsverða þýðingu, það er, að söfnuðurinn hiðji fyrir prestinum. Ef til vill finsl sumum þetta brosleg uppástunga, hann, sem sé að hiðja fyrir söfnuðinum, muni vera fær um að biðja fyrir sér. Já, það veit ég, að liver góður prestur hlýtur að gjöra. Ég álít, að allar góðar prédikanir séu innblásnar frá Guði. Ég get heldur ekki skilið, að áhugasamir prestar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.