Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 22
16 Guðríður Pálsdóttir: Janúar. þó að misjafnlega reyni á, eftir því livar hver er settur og eftir þeim gáfum, sem honum eru gefnar. En ef hver ávaxtar sitt, þá er nóg. Prestsstarfið er hið ábyrgðarmesta slarf innan kirkj- unnar. Það þarf meira en meðalmann til að uppfylla þær kröfur, sem til þess þarf að gera. Flestum finst líka nauð- synlegt að liafa góðan prest. En svo er eins og mörgum finnist nóg, ábyrgðin hvíli á honum um alt kirkjulíf. Ég veit, að á honum veltur mikið. En söfnuðurinn þarf allur að sýna lifandi áhuga og virka þátttöku í safnaðarlífi og guðsþjónustu, án þess getur ekki orðið fullur árangur af starfi prestsins. Á safnaðarfundum hér liafa oft verið svo fáir og þátt- taka svo lítil í umræðum, að ])að lítur svo út, sem fáir telji sér þau mál viðkomandi eða nokkuru skifta. Ég hefi veitt þvi eftirtekt, að kirkjugestir hafa sumir farið án þess að silja fundinn eftir messu, þannig kemur fram á- hugaleysi um mál kirkjunnar. Við messu eru oft svo fáir, að það lilýtur að vera hugraun hverjum áhuga- sömum manhi. * Ég hefi oft fundið sárt til þess, þegar ég hefi hlustað í kirkju okkar á ágætisræður, að of fáir nytu góðs af þeim og að þeim andans kröftum væri ekki nóg athvgli veitt; slíkar ræður þyrftu að ná til margra. En í réttum skilningi á messugjörðin að vera meira en ræða prestsins, hún á að vera sameiginleg bæn og hugleiðing allra, andlegt samstarf, sem hver og einn ræð- ur mestu um sjálfur, liver blessun verður af. Mig langar að vekja athygli kirkjugesta og safnaðarfólks á einu atriði, sem ég tel að geti liaft mikilsverða þýðingu, það er, að söfnuðurinn hiðji fyrir prestinum. Ef til vill finsl sumum þetta brosleg uppástunga, hann, sem sé að hiðja fyrir söfnuðinum, muni vera fær um að biðja fyrir sér. Já, það veit ég, að liver góður prestur hlýtur að gjöra. Ég álít, að allar góðar prédikanir séu innblásnar frá Guði. Ég get heldur ekki skilið, að áhugasamir prestar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.