Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 23

Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 23
Kirkjuritið. Kirkju og safnaðar-líf. 17 gætu enzt til að standa í prédikunarstólnum sunnudag eftir sunnudag, ár eftir ár og leggja sig alla fram að halda góðar ræður, oft yfir fáum og oft litlum sýnileg- um árangri af starfinu, ef andi Guðs og kraftur styrkti þá ekki í því. Þeir verða að eiga eitthvað af þolinmæði, umburðar- lyndi og hógværð meistarans Jesú Krists og óbilandi trú, að liann sé með þeim í starfi og sái sínu frækorni i hjörtu mannanna, þó að það sé í fyrstu smátt. En ég álít, að söfnuðurinn verði að setja sig inn í, hvað erfitt starf prestsins er, og að sjálf sin vegna verður söfnuðurinn að leggja mikið til sjálfur. Hugsum ekki, að það sé þýðingarlaust að biðja. Bæn einstaklingsins, sem beðin er af hjartans þörf og þrá, verður heyrð, sé hún að vilja Guðs. Hvað mun þá, þegar bænir margra stefna í eina átt, þegar allur söfnuðurinn biður um ná- lægð Guðs, hans anda og kraft í orði því, er þjónn hans flytur. Þá þakkar það hljótt Guði fyrir orðið, og stundin verður blessunarrík, beilög friðarstund. Allir taka undir, þegar prestinum er svarað: „Og með þínum anda“. Þá vildi ég minnast fám orðum á sönginn. Allir ættu að hafa sína sálmabók og taka þátt í söngnum, þó ekki væri nema á þann liátt að skilja, bvað sungið er. Fáir munu kunna svo alla sálma, að þeir geti fylgst með söngnum án bókar. Flestir mundu líka geta sungið með, ef þeir iðkuðu það. Mér finst, að sá sálmasöngur, þar sem allir fylgdust með af hug og hjarta, yrði blessunar- ríkari, þó að jafnvel bjáróma yrði, heldur en hinn, þar sem aðeins fáir syngja, og þá — að minsta kosti oft í sveitum — illa samstiltir líka. En að sjálfsögðu er það ágætt, að æfður söngflokkur syngi í kirkjunum. En ég tel aðalatriðið það, að allir séu með beint eða óbeint. Það er mín trú og sannfæring, að heill og hamingja hvers þjóðfélags, hvers kirkjufélags og hvers einstak- iings, — sé komin undir lifandi, starfandi trú og lieil- brigðu siðferðislífi. Það hlutverk liefir kirkjan að vekja 2

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.