Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Frá Eyjafjöllum. 19 finna að hvíli á sér, einmitt gagnvart kenslunni og þeim áhrif- um, sem kristindómsstundin geti haft á börnin. Það er kunnugt, að svo framarlega sem starf kennarans geti borið göfgandi árangur, verður að vera vináttu samband milli hans og barnanna. Kenslustundin í kristnum fræðum á að verða öðrum stundum fremur til að glæða slíkt vináttusamband. Kenn- arinn á að starfa meðal barnanna eftir kærleiksþeli Jesú Krists; — vera sannur friðarboði i þeirra hóp. Enginn kennari ætti að ganga fram hjá aðstoð og samvinnu við sóknarprest sinn. Ki'rkján er stór aðili í uppeldi barnanna. Presturinn, sem þjónn hennar, verður að leggja á sig mikið og fórnfúst starf út frá þessari staðreynd. í byrjun hvers skólaárs verður kennarinn að skipuleggja kenslu sína í þessari grein sem öðrum. En áður en hann gerir það, ætti liann að spyrja sóknar- prest sinn um helztu atriðin, sem hann leggur mesta áherzlu á. og athuga svo sín hugðarefni, skipuleggja kenslustarfið svo. Aðaláherzluna hefi ég lagt á að kynna börnunum æfi Jesú Krists, störf hans og kenningar. I því sambandi hefi ég lagt áherzlu á, að þau lærðu orðrétt einstöku rilningargreinar, skildu vel ein- staka dæmisögur o. s. frv. Einnig hefi ég látið þau læra valda sálma og útskýrt þá fyrir þeim út frá þeim atburði, sem sálmarnir eru ortir um. — Einnig liefi jeg leitast við að kynna þeim höf- unda sálmanna. — Börnin hafa sungið nokkura af sálmunum. Fátæklega skólastofan breytist í ,,höll“, þegar börnin standa upp ásamt kennara sínum og syngja með fullkominni lotningu og viðkvæmni barnshjartans sálma, sem þau unna, t. d. eins og: I Betlehem er barn oss l'ætt, Heims um ból, Son Guðs ertu með sanni, Hærra, minn Guð, til þín, Ó, Jesú, bróðir bezti, Faðir andanna, og fleiri mætti nefna. Kensla mín i þessum fræðum hefir farið eftir eigin skipu- lagningu, eftir að ég hefi leitast eftir þeim atriðum, sem sókn- arpresturinn minn hefir lagt mesta áherzlu á. Tvo vetur liefi ég haft samvinnu við séra Jón M. Guðjónsson 1 Holti um þessa grein. Sjálfur er hann sérstakur barnavinur °g leitast eftir samvinnu við kennara i þessum efnum. í þessu samhandi skal ég minnast á merkilegt starf, sem hann hefir leyst af hendi með sóma. Enda hefir hann varið miklum tíma °g fyrirhöfn í undirbúning. Það er barnaguðsþjónusturnar, sem hann hefir haft tvö s.l. ár í öllum kirkjum sínum. Auglýsir hann l>ær sérstaklega, og má óhætt fullyrða, að fátt sé börnunum ineira tilhlökkunarefni en að komast í kirkju þá. Koma þá for- eldrar með börn sín, meðal fjölda annars iolks. Öll guðsþjón- ustan hefir verið sniðin með tilliti til barnanna. Sálmar eru vald- 2*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.