Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 25
Kirkjuritið.
Frá Eyjafjöllum.
19
finna að hvíli á sér, einmitt gagnvart kenslunni og þeim áhrif-
um, sem kristindómsstundin geti haft á börnin.
Það er kunnugt, að svo framarlega sem starf kennarans geti
borið göfgandi árangur, verður að vera vináttu samband milli
hans og barnanna. Kenslustundin í kristnum fræðum á að verða
öðrum stundum fremur til að glæða slíkt vináttusamband. Kenn-
arinn á að starfa meðal barnanna eftir kærleiksþeli Jesú Krists;
— vera sannur friðarboði i þeirra hóp.
Enginn kennari ætti að ganga fram hjá aðstoð og samvinnu
við sóknarprest sinn. Ki'rkján er stór aðili í uppeldi barnanna.
Presturinn, sem þjónn hennar, verður að leggja á sig mikið og
fórnfúst starf út frá þessari staðreynd. í byrjun hvers skólaárs
verður kennarinn að skipuleggja kenslu sína í þessari grein sem
öðrum. En áður en hann gerir það, ætti liann að spyrja sóknar-
prest sinn um helztu atriðin, sem hann leggur mesta áherzlu á.
og athuga svo sín hugðarefni, skipuleggja kenslustarfið svo.
Aðaláherzluna hefi ég lagt á að kynna börnunum æfi Jesú Krists,
störf hans og kenningar. I því sambandi hefi ég lagt áherzlu á,
að þau lærðu orðrétt einstöku rilningargreinar, skildu vel ein-
staka dæmisögur o. s. frv. Einnig hefi ég látið þau læra valda
sálma og útskýrt þá fyrir þeim út frá þeim atburði, sem sálmarnir
eru ortir um. — Einnig liefi jeg leitast við að kynna þeim höf-
unda sálmanna. — Börnin hafa sungið nokkura af sálmunum.
Fátæklega skólastofan breytist í ,,höll“, þegar börnin standa
upp ásamt kennara sínum og syngja með fullkominni lotningu
og viðkvæmni barnshjartans sálma, sem þau unna, t. d. eins og:
I Betlehem er barn oss l'ætt, Heims um ból, Son Guðs ertu með
sanni, Hærra, minn Guð, til þín, Ó, Jesú, bróðir bezti, Faðir
andanna, og fleiri mætti nefna.
Kensla mín i þessum fræðum hefir farið eftir eigin skipu-
lagningu, eftir að ég hefi leitast eftir þeim atriðum, sem sókn-
arpresturinn minn hefir lagt mesta áherzlu á.
Tvo vetur liefi ég haft samvinnu við séra Jón M. Guðjónsson
1 Holti um þessa grein. Sjálfur er hann sérstakur barnavinur
°g leitast eftir samvinnu við kennara i þessum efnum. í þessu
samhandi skal ég minnast á merkilegt starf, sem hann hefir
leyst af hendi með sóma. Enda hefir hann varið miklum tíma
°g fyrirhöfn í undirbúning. Það er barnaguðsþjónusturnar, sem
hann hefir haft tvö s.l. ár í öllum kirkjum sínum. Auglýsir hann
l>ær sérstaklega, og má óhætt fullyrða, að fátt sé börnunum
ineira tilhlökkunarefni en að komast í kirkju þá. Koma þá for-
eldrar með börn sín, meðal fjölda annars iolks. Öll guðsþjón-
ustan hefir verið sniðin með tilliti til barnanna. Sálmar eru vald-
2*