Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 27
Kirkjuritið. Kirkjan okkar. Ræða til barna eftir séra Jón M. Guðjónsson. Ungu vinir mínir! Mér er það gleðiefni, sem fyr, að eiga fund með ykk- ur hérna í kirkjunni okkar. Og ég veit, að ykkur er það gleðiefni líka að eiga fund saman hér á þessum stað. — En nú langar mig að spyrja: Hvað er kirkjan okkar, og til hvers komum við hingað fyrst og fremst? Við skulum reyna í sameiningu að svara þessari spurningu. Kirkjan okkar er hús, það er liún, að mörgu leyti lík og önnur hús, með veggjum og þaki, gluggum og dyrum. En hún er líka nieira. Kirkjan er Guðs hús. I huga hvers kristins barns, þess barns, sem langar að lofa Kristi að leiða sig á vegum bænarinnar til Guðs, í huga þess barns er kirlcj- an þess fyrst og fremst — og ahar kirlcjur — heilagur staður. Þegar barnið, æskumaðurinn og æskustúlkan horfa á kirkjuna sína, horfa til hennar úti frá, þar sem bún með turninum sínum bendir til himins, þá gjöra þau það með sérstakri virðingu og hlýleik, og þau finna til þess þá, að þeim þykir vænt um hana. Og þegar þau svo koma saman í henni, þá gjöra þau það með lotningu. Þau eru sér þess meðvitandi, að þau eru stödd í helgidómi Guðs, helgidómi Jesú Krists, og þau finna þá til þess frek- ar en endranær, að þau eru líka börn, sem er þörf á að biðja til þess að geta orðið stór, stór í öllu góðu. Svona á það að vera, og svona er það með mjög mörg börn og æskumenn og æskustúlkur. Það eru til margar fallegar sögur um það. Og víða er það svo, að einmitt börnin og þeir ungu hafa fundið mikla gleði í því að vilja mikið á sig leggja fyrir kirkjuna sína til að prýða hana sem bezt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.