Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 28

Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 28
22 Jón M. Guðjónsson: Janúar. En til livers kemur þú, barnið mitt, hingað fyrst og fremst? Þú kemur til að hitta jafnaldra þinn eða jafnöldru, til að tala við þau og til að gleðjast með þeim, og það er gott. En þú kemur til meira. Þú kemur til að tala við Guð og frelsarann í barnslegri hæn þinni. í þeirri bæn þakkar þú honum fyrir svo margt. Guði og frelsaranum er svo margt að þakka. Þú þakkar honum fyrir árin, sem hann hefir lofað þér að lifa, fyrir allar gleðistundirnar, fyrir góðu og hlýju sólskinsstundirnar, fyrir litlu blómin, sem breiða út marglitu, fallegu kollana sína í sumarhlíðunni til þess að gleðja þig, fyrir kvakið í blessuðum fuglun- um, fyrir tryggar og góðar skepnurnar, sem eru altaf að hjálpa okkur með kröftum sínum og gæðum. Alt eru þetta gjafir til okkar mannanna frá góðum Guði. En sérstak- lega þakkið þið Guði fyrir hann pabba og hana mömmu og aðra vini, sem eru altaf að hjálpa okkur og vilja öllu fórna ykkar vegna. Já, það er svo mart að þakka. En í hæninni ykkar hiðjið þið Guð líka um það, að þið megið sjálf þroskast að vizku, vexti og náð hjá Guði og mönn- um, eins og sagt er að Jesús hafi gert. Þið biðjið Guð að gefa ykkur það, að hjá ykkur, í hjarta ykkar, megi liið góða frækornið, sem þar hefir verið sáð, vaxa æ meir og meir, svo að öll störfin ykkar, já, meira að segja hvert ein- asta orð, sem þið talið, heri því vitni, að Guð sé með ykkur, kærleiki hans. Kærleiki Guðs er stærri en alt annað, og meira virði okkur mannanna hörnum en alt annað. IJugs- ið ykkur: Hann gefur okkur það að hera hlýjan hug lil allra, þykja vænt um alla. Hann gefur okkur það að hjálpa þeim, sem erfitt eiga og bágt, og hugga þá, sexn gráta. Hvað ættum við að biðja um, sem okkur væri betra að eiga exx þetta? Það er ekkert betra en kærleikurinn. Og að biðja Guð um lxann, ásamt því að þakka honum fyrir gjafirnar góðu, á að vera — og er — aðaleiándi okk- ar í livert sinn liér á þennan stað, í Guðs lms. Við erum öll óstyrk hörn, líka við, sem stærri erum, og við erum

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.