Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 32

Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 32
26 Gamall klerkur: Janúar. En öll þessi verk eru þó í eðli sínu hrein og bein embættis- skylduverk, unnin fyrir kristilegt mannfélag, engu síður en fyrir viðkomandi kristna einstaklinga, alveg eins og hver önnur prests- leg skyldustörf, svo sem messugjörðir, prédikanir, barnafræðsla, húsvitjanir o. fl., sem „aðwf“tekjur eru greiddar fyrir af opin- beru fé. Öll þessi prestsverk, hvert fyrir sig og til samans, eru þvi sama eðlis og sama tilgangs í raun og veru, og verðskulda þessvegna, öll jafnt, ein og sömu laun af alþjóð, sem á annað borð telur sig kristna og presta og prestaköll þörf og nauðsynleg. Ég veit, að þessu verður svarað af sumuni á þá leið, að „auka- verkin“ séu einkamál einstaklinga; þeir eigi það við sjálfa sig, hvort þeir láti prest skíra börn sín og ferma, gifta sig og sína, og kanske líka jarða, og séu því réttir til að borga, svo að þetta komi ekki binu opinbera við. En hversvegna var og er þá bið opinbera að skifla sér af þess- um „aukaverkum“ með því t. d. að semja og lögbjóða greiðslu- taxta fyrir þessi verk? Eða mun ekki þjóðfélagi, eða ríki, koma það neitt við t. d., er þjóðfélagsþegn fæðist, eða það, hvernig hann er uppfræddur og alinn fyrir lengra eða skemmra líf og starf i og fyrir þjóðfélagið? Eða má þá ekki alveg eins kalla það einkamál einstaklinga, og liinu opinbera óviðkomandi, hvort eða hvernig þeir, þjóðfélagsþegnarnir, hagnýta sér hin önnur prests- verk, svo sem messugjörðir og aðra prestsþjónustu, sem ríkið þó launar? Jú, ég held það, og finn engan mun á neinum þeirra verka. hvað eðli og tilgang þeirra snertir. Þau eru öll jafnt löghelguð og nauðsynleg skylduverk í þágu alls þjóðfélagsins, eða þvi til uppbyggingar i lieild, og eiga þvi að réttu lagi að launast af hinu opinbera. En svo er enn eitt: Þessi lögskipuðu embættisskylduverk, auka- verkin, liafa verið og eru enn greidd yfirleitt af þeim, sem sizt skyldi, þeim yfir höfuð, sem stuðla mest og margir bezt að upp- byggingu mannfélagsins, og almennt eiga eðlilega erfiðast um peningaútlát, barnaeigendum og uppalendum, sem umfram aðra verða mikið á sig að leggja, og miklu til að kosta til uppeldis og fræðslu barna sinna, engu siður fyrir þjóðfélagið en sjálfa sig og börnin. Ennfremur er liér um að ræða óeðlilega greiðslukröfu af hendi þeirra þjóðfélagsmeðlima, sem hafa í heiðri og lialda Guðs og góðra manna lög, hollar og nauðsynlegar reglur og góða siðu, með sómasamlegri og þjóðhollri sambúð karls og konu eða lög- helguðum hjúskap, til þjóðfélagslegrar uppbyggingar, og svo loks af hendi þeirra félagssystkina, sem eftir meira eða minna veik-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.