Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 34

Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 34
28 Gamall klerkur: Janúar. Þeir eru allir þegnar og meðlimir þjóð'ar siiinar, og langflestir svo þýðingarmiklir fyrir mannfélagið alt, að miklu varðar, að heilsa og líf og starfskraftar þeirra séu veikindum varin og frá veikindum leyst, eftir beztu kunnáttu og getu; enda telst það oftast til skaða fyrir þjóðfélagið, ef eða þegar hver ein lífs og starfhæf manneskja fellur úr fylkingu fyrir sjúkleik og dauða. En svo bætist nú hér á ofan það, að langfæstir þeirra, sem heilsu missa sjálfir, eða verða fyrir lieilsuleysi og sjúkleika sinna nán- ustu, eru efnalega færir um að standa lengi undir greiðslum hinna löglej'fðu ,,aukatekna“ læknanna, svo að hér má einnig segja, að þarna koma þessi gjöld og þessar tekjur niður á þeim, er sizi skyldi — þeim, sem hafa mist, eða eru að missa hæfileikann og möguleikann til að bjarga sér eða sínum, heilsuna, sem er einka- skilyrði allra eða flestra þarfinda og lífsgæða, og sízt mega því flestir við miklum fjárútlátum. Það er líka alveg víst að til þessa finna innilega sárt margir af vorum ágætu læknum, og taka mjög nærri sér að ganga eftir sínum löglegu aukatekjum af mörgum sinna nauðbeygðu og bág- lega stöddu gjaldenda, sjúklingum eða aðstandendum þeirra. Gera því margir þeirra ýmist að setja miklu minna upp á sig og verk sín en lög leyfa, eða sleppa alveg mörgu og miklu af löglega rétt- mætum tekjum sínum, án þess þó að lilifa sjálfum sér, eða draga af sér við að hjálpa og bjarga með ráðum og dáðum. Er þetta vitanlegt og margkunnugt um marga, eða jafnvel flesta af vorum ágætu héraðslæknum og þar á meðal lækninn minn og sýslungá minn. Væri nú ekki nær, eðlilegra og heillavænlegra bæði fyrir þjóð- arheildina og viðkomandi einstaklinga, og einnig einfaldara, að launa læknastéttina svo einum embættislaunum af hinu opinbera, að öllum þeirra lífs- og embættisþörfum væri forsvaranlega borg- ið, svo að þeir mættu verja tíma sinum og kröftum í heilbrigðis og lækninga þarfir þjóðfélagsmeðlimanna, án þess að aukið sé á erfiðleika hinna sjúku og bágstöddu með persónulegum „tolli“ af bágindum þeirra? Jú, ég er viss um það. Og fleira gott, sem eigi verður hér upp talið, myndi af þessu lagi leiða, bæði hvað presta- og læknalaunin og störfin snertir. En hér er nú, því miður, um fleiri og fleiri að ræða en prest- ana og læknana, og launalag l>eirra, því að fjöldi annara stofnana og starfsmanna rikisins fá og hafa laun á laun ofan, og sumir margföld, ýmist eða bæði af þvi, að frumlounin ein þykja ekki lifvænleg, eða þá líka, að embættið er svo hægt og annalítið, að við það megi bæta einu eða fleiru aukastarfi; og þá hvert viðvil; stórlaunað, svo að sumir liafa upp úr þessu tvöföld, þreföld eða

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.