Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 35

Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 35
Kirkjuritið. Embætti og laun og aukalaun. 29 fjórföld laun við aðra, sem kallast þó hafa mjög lífvœnleg 'Taun. Og svo koma, ofan á alt þetta, nefndir ofan á nefndir, stórlaun- uðar, til þess að fjalla um lands og þjóðar mál, sem hreint og beint heyra undir fastar fgrirverandi ríkis og þjóðarstofnanir, svo sem stjórnarráðsdeildir, Búnaðarfélag ísiands o. fl., og heimta niætti af meðferð flesfra eða allra þessara ,,nefnda“-verkefna. — Off i þessar nefndir eru venjulega teknir og launaðir velstæðir aienn, sem hafa nóg við að lifa og starfa, eins og t. d. vel efnaðir bwndur, og fiilllaunaðir menn -aðrir; en margir aðrir jafnhæfir nenn látnir horfa á verklausir og sveltandi, af því að „enginn hefir leigt þá“. Svipað má segja um launalag margra einstakra stofnana og fyrirtækja, sem ríkið ber ekki ábyrgð á, nema hvað þar er jafnvel ennþá hóflausam og óhæfilegra hjá þeim sumum. Alt þetta óiag og hófleysi, misskifting og misrétti varðar þjóð- félagið att, allar stéttir þess og flesta einstaklinga þess, og hefir sin ríku áhrif, bæði ljós og leynd, til spillingar á hugarþeli, til- l'aningalífi, orðum og gjörðum og högum alls almennings, eins °g dæmin ótal mörg hafa sýnt og sanna enn og líklega aldrei meir en nú. Ættu því og þyrftu nú allir góðir og greindir menn í allri stétl að heita á sjálfa sig og lwer á annan um að gera hver sitt til eðlilegrar og forsvaranlegrar lagfæringar; og í réttlætisins og ntannúðarinnar nafni og kristnir menn i Krists og Guðs nafni að taka höndum saman til umbóta, og myndi þá betur vera og fara. Eg veit ekki, hvort svona erindi þykir sæmandi gömlum presti, en sjálfum mér finst, að ég sé með því að vinna kristilegt prests- verk, og hefi þá í liuga „molana“, sem Jesús vildi láta tína saman, °g „verkamennina", sem stóðu verklausir af því að enginn leigði þá — og hann vildi að bæri sem jafnast úr býtum. Og nú, að því er oss presta og söfnuði vora snertir, fulltreysti eg Prestafélagsstjórninni til að gera sitt bezta til lagfæringar og '’il einnig mega vænta hins sama af fulltrúum þjóðar vorrar á þingi °g annars staðar, og síðast en ekki sízt af ríkisstjórn vorri, svo fljótt og vel sem tími og tið og ástæður leyfa. Gamall klerkur. L

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.