Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 46
40
Innlendar fréttir.
Janúar.
ábyrgð þeirra stofnana, er hann væri settur yfir, og kysi að láta
lýðræðið ráða. En reynslan varð önnur að þessu sinni. Að vísu
skipaði ráðherra þrjá þeirra, er flest fengu atkvæðin, séra Jón
Thorarensen í Nesprestakalli, séra Garðar Svavarsson í Laugar-
nesprestakalli og séra Sigurbjörn Einarsson i Hallgrimspresta-
kalli, en bætti svo við séra Jakob Jónssyni, sem hafði hlotið
færri atkvæði en séra Jón Auðuns og séra Sigurjón Árnason.
Oessar gerðir sinar varði ráðherra með þvi, að hann hefði að
lögum vald til þessa, og efar það enginn, ef aðeins er tekið tillit
til bókstafs laganna, en hvorki anda þeirra né rótgróinna venja,
svo sem að fara að tillögum biskups. Ennfremur taldi ráðherra
það nmndu verða trúarlífi þjóðarinnar til eflingar, ef menn segðu
sig' úr þjóðkirkjunni hér í höfuðstaðnum og stofnuðu frikirkju-
söfnuði eða söfnuð. Hafa sumum þótt þau ummæli furðuleg og
ábyrgðarlítil af kirkjumálaráðherra, sem á í hvívetna samkvæmt
embættisskyldu sinni að gæta hags þjóðkirkjunnar.
Kirkjuritið óskar, að úr þessum málum megi betur ráðast en
að þessu leyti hefir verið til stofnað.
Stofnun nýs fríkirkjusafnaðar í Reykjavík.
Gremja ýmsra kjósenda séra Jóns Auðuns yfir framkomu veit-
ingarvaldsins við hann hefir nú leitt til stofnunar fríkirkjusafn-
aðar í Reykjavík. í honum eru full 6 hundruð manns. Séra Jón
Auðuns er prestur hans.
Gjafir til Háskólakapellunnar.
N. N. 400 kr. Áheit 5 kr. S. 5 kr. Áheit Deodatus 5 kr. Þ. Á. 10
kr. S. 5 kr. G. E. 2 kr. A. 27 kr. S. P. 5 kr. N. N. 3 kr. Partí 14
kr. Húsnæðislaus 10 kr. H. 5 kr. N. N. i Canadn 29.75 kr. Frá
sjómanni 100 kr. Ómar 5 kr. N. N. 50 kr. Frú Ingibjörg Guð-
mundsson 20 kr. B. 1 kr. í gjafahirzlu 9.66. Alls gefnar kr. 701.75.
— Kærar þakkir. Á. G. M. ,1.
Leiðrétting.
í síðasta versi III. kaflans í Ijóðinu „Faðir ljósanna“ eftir séra
Helga Sveinsson, bls. 285 i októberhefti Kirkjuritsins f. á., hefir
eitt orð misprentast.
Versið á að vera svona:
Já, kom þú með vordögg á viðinn,
sem vex upp og rödd þinni hlýðir.
Já, kom þú með eldinn, sem eyðir,
ef askan skal frelsast um siðir.