Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 7

Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 7
Kirkjuritið. Séra Jóhann Þorkelsson. 125 Þegar ég les áminningarnar, sem Biblían geymir handa prestunum, seg'i ég oft: „Þannig ætti presturinn að vera“. En i sömu andránni verður mér oft hugsað til séra Jó- hanns, því að ég liefi verið vottur að því, hvernig hann hlýddi áminningunni. Kemur ekld öllum saman um, að það sé eðlilegt að hugsa um séra Jóhann, er vér lesum þessi orð: „Sýn í kenningunni grandvarleik og virðuleik.“ Þetta hafa sóknarhörn séra Jóhanns haft fyrir augum II nt áratugi. Vígður var hann til prests 9. sept. 1877, og' var prestur i Mosfellssveit í 18 ár, en kosinn dómkirkju- Prestur 1889, og tók við því starfi 1890 og' gengdi því til 192J, er hann fékk lausn frá embætti. Séra Jóhann er maður glaður, ljúflyndur og þakklát- Ur- Á hann marga vini, sem þakka Guði fyrir hann. Því láni hefir hann átt að fagna að njóta umhyggju barna S1nna, hæði hér heima og erlendis. Hafa þau borið hann a höndum sér með miklu ástríki. Mér er það mikil gjöf að eiga vináttu séra Jóhanns. hað er mér ávalt þakkarefni að hafa fengið að starfa III eð honum og læra af honum. Það voru margir til altaris i dómkirkjunni síðastlið- *nn skírdag. Elzti altarisgesturinn var séra Jóhann Þor- helsson. Þegar liann kraup niður og' tók á móti gjöfum hrottins, sá ég hið fegursta aftanskin. Ég sá öldunginn, guðsbarnið, þjóninn, sem hvílir öruggur í faðmi Guðs. hessa skírdagsmynd vil ég geyma i huga mínum. Islenzk kirkja hefir átt góðan þjón, þar sem séra Jóhann er- Hann hefir verið prýði stéttarinnar. Ef vér eigum og eignumst marga honum líka, má vel við una. Slika Presta þurfum vér að eiga. Bj. ./.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.