Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 13
Kirkjuritið. Mennirnir við vöggu kristninnar. 131
Hér liggur einmitt vandinn að skýra og skilja Pétur
°g þá menn, sem honum eru líkir. Það er ekki hægt að
lesa um Pál öðruvísi en sannfærast um, að hann er for-
ingi. En styrkur Péturs er miklu samsettara vandamál.
Og það er náttúrlega vandamál, sem ekki verður leyst,
nieðal annars vegna þess, að við höfum ekki nógar heim-
ddir við að styðjast. En þó er það margt, sem við sjá-
nm í fari lians, sem hlaut að lyfta honum í foringja-
stöðuna.
Þar er t. d. framgirni hans. Hann er eins og Páll í því,
nð hann gengur æfinlega fram fyrir skjöldu. Hvenær,
sem á reynir, er það hann, sem verður fyrir svörum til
sóknar og varnar. Það er einurð hans og starfsþrá, sem
hér lyfta honum engu síður en Páli.
Þá á hann frumkvæðishæfileikann, sem einkennir
hvern foringja. Hann á hugkvæmnina. Þess vegna verður
hann til þess að hefjast handa um stofnun safnaðarins
°g um trúboðið. Aðrir ganga þar vel og fast í spor hans.
Hann er forgöngumaðurinn. Þeir eru sporgöngumenn.
En Iivorugt þetta myndi endast til forustu, ef ekki væri
fleira, sem til greina kæmi. Framgirninni og einurð-
lnni verða að fylgja hæfileikar. Sá maður er ekki lengi
látinn hafa orð fyrir öðrum, sem ekki dugar til þess.
Og hugkvæmninni og frumkvæðinu verða að fylgja
framkvæmdir og starfsþrek. Alt þetta hefir Pétur átt í
'’ikum mæli. Hann tekur forustuna og hann heldur henni.
í öllu þessu er Pétur jafnoki Páls. Þeir ganga fram,
hvor á sínu sviði. Og þó að svið Péturs væri þrengra i
fyrstu, þar sem liann starfaði meðal Gyðinga, þá stóð
það ekki lengi, því að Pétur hefir brátt tekið að starfa
uti um lönd. Það er engin leið að neita t. d. erfikenning-
l,nni um það, að Pétur hafi starfað í Róm og verið for-
stöðumaður þessa mikla safnaðar.
A einu sviði hefir þó Páll verið miklu framar, og það
var í vísindum öllum og mótun guðfræðinnar. Því miður
höfum vér ekki til bréf eftir Pétur, er hliðstæð verði talin