Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 19
Kirkjuritið. Hallgrímur biskup Sveinsson.
137
Umbætur á slíkum bókum liafa átt erfitt uppdráttar
vegna algengrar ihaldssemi presta og safnaða á því sviði,
er lýtur að guðsþjónustuhaldi og kirkjulegum athöfnum.
Seinna var nefnd þessi að vísu endurskipuð, en það dróst
úr hömlu að fá lokið endurskoðunarverkinu vegna ann-
ura aðkallandi mála, svo að það varð hlutverk eftir-
inannsins, Þórhalls biskups, að koma því verki í endan-
lega framkvæmd. — Eitt af þeim biskupsverkum, sem
legið liöfðu niðri að mestu 15 af 23 biskupsárum dr.
Péturs voru yfirreiðarnar eða biskupsvisitazíurnar, sem
frá fyrstu byrjun liafa verið eitt af aðalstörfum biskupa
°g vafalaust er enn eitt hið þýðingarmesta. Á þessu vildi
Hallgrímur biskup ráða bót, og varð það því frá upphafi
eitt af áhugamálum hans að kynnast sem bezt af eigin
sjón liinum kirkjulega hag safnaðanna víðsvegar um
land, enda rækti hann það starf með slíkri alúð, meðan
heilsan leyfði, að segja má, að bann þar liafi sett met,
er hann á 13—14 árum fékk vísiterað alt að 200 kirkju-
staði, en slíkt liafði enginn fyrirrennara bans gert frá
bví, er einn varð biskup yfir öllu landi voru.
Það verður þannig sízt með sanni sagt um Hallgrím
úiskup, að hann ekki sýndi í verki góðan vilja sinn á að
•'eynast kirkju landsins skyldurækinn tilsjónarmaður,
með einlægum áhuga á að láta sem mest gott af sér leiða
1 stöðu sinni, enda eru embættisbækurnar frá biskuijstíð
l'ans um það ólygnastur vottur. Því að Hallgrímur biskup
var alla tíð skrifstofumaður mikill, og því fór svo fjarri,
að bann kastaði til þess hluta embæltisstarfsins liönd-
unum, sem teljast til skrifstofustarfa, að bitt mun sönnu
nser, að prestum liafi einatt fundist bann full-nákvæm-
nr í skrifum sínum um sumt það, er prestar töldu til
smávægilegra efna. En biskup vildi, að þeir, sem undir
hann voru gefnir, sýndu ekki síður vandvirkni i þvi smá-
vægilegra, sem embættisskyldan bauð, en í hinu, því að
sjálfur var hann svo gerður, að hann taldi sér jafnskylt
að sinna hinu smávægilega, sem embættinu tilheyrir, sem