Kirkjuritið - 01.04.1941, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Mennirnir við vöggu kristninnar. 127
ekki að halda, að við höfum hér fyrir okkur neina helgi-
sögn eða þjóðsögu. Nei, hér er sönn saga, svo átakanlega
sönn, að enn er liægt að kenna stings i hjartastað við
það að lesa hana. Hún er komin beina leið frá Pétri
sjálfum. „Og Pétur mintist þess, er Jesús hafði mælt við
haiin“, þetta eru orð hans sjálfs: „Þá mundi eg eftir þvi,
hvað Jesús hafði sagt“. Miskunnarlaust eru dregin fram
í dagsljósið viðvörunarorð Jesú, og sjálfhirgingsleg svör
Péturs. Ilann þóttist mestur allra: „Þó að allir hneyksl-
ist, þá skal það ekki mig henda“. Og svo afneitanirnar
hver eftir aðra. Hversu oft skyldi Pétur hafa verið bú-
inn að þjást frammi fyrir Guði út af þessum viðburði?
Eftir þetta fékk liann ekki að tala við Jesú fyrir dauða
hans. Þetta var skilnaðarræða hans til meistarans: „Hann
tók að formæla og sverja: Eigi þekki eg þennan mann“.
En livað segir svo þessi saga? Hrapar ekki Pétur hér
seni oftar af því, að hann leggur á brattann? Vissulega.
Hann hefði komist hjá þessu, ef hann hefði forðað sér
°g flúið eins og hinir. Kærleikurinn til meistarans dró
hann lengra en kraftar hans leyfðu.
Sama má segja um annan viðburð, sem skeði miklu
fyr. Það var norður á Genesaretvatni, og þar fékk Pétur
umsögnina „lítiltrúaður" fyrir hrösun sína. Það var þeg-
ur þeir sáu undrið milda, Jesúm koma gangandi á vatn-
inu. Pétur hlýðir kallinu: Kom þú! og' gengur út úr bátn-
um á móti meistara sínum. En mátturinn er ekki nógur.
Hann fer að sökkva, og fær þetta orð: Lítiltrúaður!
Var þetta nú í raun og veru svo lítil trú? Var trú hinna,
sem eftir voru i bátnum, meiri?
Eða þá sverðshöggið í Getsemane. Hann fékk fyrir það
uvítur hjá meistara sínum. „Slíðra sverð þitt, þeir sem
iueð vopnum vega, munu og fyrir vopnum falla“. Það
niá segja, að við lilið hins fullkomna standi Pétur þarna
iágt. Hann hafði ekki drukkið nóg af anda Jesú Krists
hl þess að vita, að Jesús myndi ekki óska að vera varinn
nieð vopnum. En við annara hlið er Pétur þarna stór.