Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 8

Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 8
April. Mennirnir við vöggu kristninnar. Eftir dr. Magnús Jónsson, prófessor. Páll postuli er foringinn, sem enginn efaðist um og aldrei bilaði á hólminum. Pétur bilaði oft, að þvi er virtist. En það er samt sem áður bann, sem kirkjan kjöri sér að æðsta foringja. Hvernig mátti slíkt ske? Hvað var það, sem gaf þessum postula foringjastöð- una? Hér er ekki jafnauðvelt um fáa frumdrætti, eins og i mynd Páls. Hér er ekkert heilsteypt, ekki einn máhn- ur, heldur undarlegasta smíð, viðkvæmasta meistara- verk, svo ógurlega brotbætt, að manni finst oft, en þó svo ósigrandi, svo viðtakagott, gætt slíkum mætti til end- urreisnar, að við stöndum að lokum höggdofa frammi fyrir því. Eg hefi ekki talið það, hve oft Pétur hrasaði, hve oft liann fékk ávítur, bve oft liann hljóp á sig og' var fljót- fær. Leið hans frá upphafi til enda er vörðuð hrösun- um. En bæði er það, að frá mörgu öðru er sagt en lirös- unum Péturs, og svo er það sérstaklega merkilegt að virða hrasanirnar sjálfar fyrir sér. Hrasanir geta verið svo margvíslegar. Og hrasanir Péturs eru allar eittbvað svo drengilegar. Mér liggur við að segja, að þær séu heilagar brasanir. Hann hrasar af því, að liann er svo mikill maður. Sá hrapar ekki, sem aldrei leitar á bratt- ann. Þetta eru ef til vill öfugmæli, en eg vil þá nefna dæmi til þess að sýna, við hvað eg á. Við getum byrjað á þeirri sögunni, þegar Pétur bras- aði mest, þegar bann féll dýpst, sögunni af því, er hann afneitaði Jesú i hallargarði æðstaprestsins. Við þurfuni

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.