Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 34
152
Vigfús Guðmundsson:
Apríl.
lenzku máli. Hann hefir verið bygður úr mjög efnismiklu („Mass-
iv“) bindingstimbri pommernsku, meS hálofli læstu og gömlu bygg-
ingarlagi. Veggir aS utan klæddir borðviS og þakiS tvöfalt. Kirkj-
an sjálf eins bygð og timburgólf í henni allri, og 7 gluggar alls.
Alt er liúsiS mikið fúiS og fordjarfað, mest fóttré, veggir og þakið
mjög gisið, svo að fennir inn, mest um norSurhliðina neSanverða
og dyrnar. Vegna þess er gólfið grautfúið á mörgum stöðum, þó
að víða sé það skóbætt, mest undir stólunum, og er þó þar með
opnum götum. Eigi er nú fært að endurbæta þetta bús, heldur
verður að endurbyggja það svo fljótt sem verða má.
Steinkirkjan í aðsigi.
1773. Endurbótalaust líða enn 3 ár, með nýjum kvörtunum, alla
leið til konungs. Honum er tjáð, að bvorki presti né söfnuði sé
vært i kirkjunni fyrir lekum og dragsúg, og þegar hvessir, er
fólkið í sífeldum ótta um það, að liúsið lirynji ofan á það. Tekjur
kirkjunnar hafa verið aðeins 2 rd. 24 sk. 1771 og 3 rd. og 90 sk.
1772. Loks hrífur nú þetta á Kristján konung VII. þann veg, að
bann ákveður 22. apríl 1773, af sinni miklu konunglegu mildi („af
sær kongelig Naade“): Að byggja megi ú Bessastöðum kirkju af
„Grundmur", og að setja skuli sníkjuílát („Brekkener") við
hverjar kirkjudyr í kaupstöðum og sveitum í Danmörk og Nor-
egi. Þar geti svo liver sem vill lagt fram offur sitt til Bessastaða-
kirkju, bæði af meðaumkvun og kristilegum kærleika. En biskup-
ar sendi svo gjafirnar, liver úr sínu umdæmi til Cancelliets. Næsta
dag (23. apr.) ritar svo Cancell. til Thodals amtmanns. Leggur
fyrir hann að panta efni til steinkirkjunnar, sjá um smíði
hennar og nota til þess gjafapeningana á sínum tima. Thodal
bregður svo vel við, að hann skipar nefnd manna í Kaupmanna-
böfn á sama vori, til þess að velja og kaupa efni til kirkjunnar.
— Einn í þeirri nefnd var Windenkille kaupmaður á Eyrarbakka.
— Fyr á þessu ári (4. febr.) hafði konungur ákveðið, að greiða
skyldi úr sjóði hans 404 rd. 40 sk. til aðgerðar BessastaSakirkju,
gegn þvi að aftur komi i sjóS hans 1 rd. af 20 rd. árstekjum
hverrar kirkju á íslandi.*)
1775. Ekki urðu gjafasníkjurnar mikil gróðalind fyrir konung,
því að æ og sí vantar fé til steinkirkjusmíðinnar eigi síður en
*) Jafnframt og Thodal amtmaður hafði beðið um nefnda fjár-
hæð til kirkjunnar, bað liann líka um 104 rd. 64 sk. til aðgerðar
íbúðarhúss á Bessastöðum. En því var neitaS með þeim forsend-
um, að konungur hefði engin not af því! Enda væri hann þá ný-
lega búinn að leggja til þess 1033 rd. 36 sk.