Kirkjuritið - 01.04.1941, Síða 38
156
Henning Thulin:
April-
letrið, dóminn um líf þitt. Því a'ð ef þú sæir alt í einu líf þitt í
ljósi eilífðarinnar, þá myndir þú einnig gerast litverpur, eins og
Belsazar, mjaðmarliðir þínir ganga sundur og kné þín skjálfa.
Það er sagt í 5. versi, að konungurinn hafi séð fingurna, og
að hann hafi gerzt litverpur. Hann skelfdist. En hinir hafa ekki
séð neilt. Þeir voru óhræddir eins og áður. Þeir liéldu áfrani
að drekka úr gullkerjunum helgu og dýrka guði sína.
Eins er jjað með þá enn í dag, sem vantrúaðir eru. Þeir eru
áhyggjulausir. Þeir ganga eftir breiða veginum, sem leiðir 61
glötunar, jjeir gera að gamni sínu, dansa og lilæja. Á þessari leið
sýnast flestir vera hér á landi.
Hvers vegna hirða menn ekki um það, hvernig þeir breyta?
Það er af j)ví, að þeir hafa ekki séð fingur Guðs, sem rita dóm-
inn um syndalíf jjeirra dag hvern í bókina miklu. Ó, að þú, sem
gengur á þessari braut, fengir að sjá þetta letur i kvöld. Þá
myndir þú falla á ásjónu þína og hrópa: Miskunna þú mér,
Daviðs sonur!
Enginn af spekingum Ivaldea gat ráðið letrið eða hjálpað kon-
unginum. En fangi einn, guðhræddur maður frá Júdeu, gat skýrt
orðin, af því að Guðs andi bjó í honum.
Þegar sál þín er í veði, geta spekingar heimsins ekki hjálpað
þér. Þeir liafa ekki lykil þekkingarinnar. Þeir geta ekki orðið
þér að liði í sálarneyð þinni. Það getur aðeins þjónn Guðs, sem
hefir fengið heilagan anda. En hann getur það. Hann býr yfir
leyndardómum Guðs sjálfs. Páll segir: „Þannig líti menn á oss
sem ráðsmenn yfir leyndardómum Guðs.“
Hvað var þá ritað á vegginn? Mene, mene, tekel, ufarsin.
Mene, það þýðir: Guð hefir talið ríkisár þín og leitt þau til
enda.
Guð hefir talið. Og þú getur verið viss um, að Belsazar hefir
talið iíka, talið ríkisár sín. Hann hefir talið víst, að ríki lians
gengi að erfðum til niðja hans. Sjálfur hefir hann búist við að
sitja lengi að völdum, njóta auðæfa sinna, drekka vín sitt með
vændiskonum og sitja veizlur með höfðingjum rikisins og stór-
mennum.
Svona liefir Balsazar talið. Það var vel talið og notalega. En
jiað var aðeins einn galli á dæminu: Það fór i bága við það,
hvernig Guð taldi: „Guð hefir talið ríkisár þin og leitt þau til
enda.“ Belsazar hafði talið skakkt.
Svona er það. Guð telur oft öðruvísi en við. Þú ert ungur.
Þú ætlar að iifa lengi og njóta lífsins. Þú reisir loftkastala. Fram-
tíðin er full af skýjaborgum. Svona telur þú. En, vinur minn,