Kirkjuritið - 01.04.1941, Blaðsíða 18
136
Jón Helgason:
April.
lekin þar á dagskrá ýms mál, sem áður liafði lítið
verið sin( þar, t. a. m. málum eins og trúboði meðal heið-
inna þjóða, kenningaraðferð presta, ungmennastarfsemi
innan safnaðanna, nánari samvinnu með prestum, bind-
indismálinu, sem með komu Templarareglunnar var
orðið dagskrármál með þjóðinni o. fl. Einnig var tekið
að flytja þar erindi bæði uppbyggilegs, guðfræðilegs og
vekjandi efnis, sem áður liafði alls ekki líðkast. En við
þetta fékk prestastefnan á sig nýjan svip og varð upp-
byggilegri en menn böfðu áður átt að venjast og þá líka
um leið fjölsóttari. Meira að segja var tekið að halda
prestastefnuna fyrir „opnum dyrum“, sem þó reyndist
ekki eins heppileg ráðstöfun, er lil lengdar lét, og' menn
böfðu gert sér í hugarlund. Sérstaklega fékk bindindis-
málið svo góðan bvr á prestastefnunni, að þar kom (að
því er mig minnir, þegar á þriðja embættisári Hallgríms
biskups), að efnt var til sérstaks bindindisfélagsskapar
með prestum, sem á skömmum tíma taldi fullan belming
þjónandi presta í sínum hóp og átti sinn þátt í því að
vekja með ahnenningi þá óbeit á óreglu presta, sem síðan
befir haldist með þjóðinni, svo að sá ljóður á íslenzkri
kennimannastétt má nú heita afmáður með öllu. Hver
alvara Hallgrimi biskupi var að vinna á móti þessum
raunalega annmarka, hafði hann þegar á öðru ári sýnt
með því að fá tvo slíka vandræðamenn levsta frá em-
bættum. - Þá höfðu einnig heyrzt raddir um, að nauð-
syn bæri til þess að fá „handbók presta“, þ. e. helgisiða-
bókina, endurskoðaða, en þó „handbók“, sem þá var
almennast notuð, bafði Pétur biskup innleitt 1869, óneit-
anlega að prestastétt landsins með öllu l'ornspurðri, enda
hafði hann sætl átölum fyrir það sem gjörræðilegri ráð-
stöfun. Á þriðja ári Hallgríms bisku])s hafði endurskoð-
unarmálinum verið hreyft og nefndarskipun verið sam-
þykt á prestastefnunni. Að tillögun þessarar nefndar, er
þær birtust 1895, var ekki sint, var i sjálfu sér ekki ann-
að en það, sem algengt hefir verið um alla kristni, að