Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 29

Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 29
Kirkjuritið. Hver ræður? 147 lyktum leiða til góðs, sem upphugsað var í fyrstu til tjóns af hatursfullum huga. En þótt Guð beini afleiðingum syndarinnar á þá braut að þjóna sigri hins góða, þá má enginn ætla, að syndin sé eins góð og dygðin. Syndin er undirrót alls böls, og hver verður að sæta afleiðingum breytni sinnar. Sá, sem synd drýgir, spillir með því sjálfum sér og eitrar umhverfi sitt. Ekkert er manni hættulegra en að leika sér með svndina. Pótt Guð ráði afleiðingum synda vorra, erum vér ekki fær um að hera þær án stórtjóns. Eymd og þjáning hlýtur fyr eða síðar að verða afleiðing þess, þegar maðurinn breytir gegn guðsviljanum, því að þá þjónar hann dauðanum. En vissan um það, að enda þótt vér upphugsun veg vorn í skammsýni, þá reki oss samt ekki sem stjórnlaust fley fyrir vindi örlaganna, heldur er það allsvaldandi Guð, sem stýrir gangi vorum, hún er hinn mikli hugg- unarboðskapur, sem felst í hinum forna orðskvið. Það er kuggun hinnar staðföstu trúar, sem hirtist i orðum barns- 'ns, er í sjávarháska var statt: „Eg er ekki hræddur, því að faðir minn stendur við stýrið“. Þessi trú megnar að veita styrk i öllum erfiðum áföllum lífsins. Hún kennir 'Uanni að taka hverju, sem að höndum ber, sem ráðstöf- l*n Guðs, eða a. m. k. sem atviki, er Guð geti látið oss verða til góðs. Sé maðurinn staðfastlega ákveðinn að láta nlt, sem fvrir kemur, efla það bezta í sjálfum sér, reyna a þolrifin i manndómi sínum, trú sinni á lífið, verða Prófsteinn á það, hvað lionum er unt að þola, án þess að glala trúnni, voninni, kærleikanum — þá má hann eiga það víst, að Guð er með honum — og liver er þá á'móti nonum? Það gildir aðeins að halda órofnu kærleiksbandi s'nu við himneska föðurinn. Þeim, sem Guð elska, sam- verkar alt til góðs. í ])essari trú er oss óhætt að leggja út á djúpið, liversu orvænt, sem oss kann að virðast til fanga. Leggjum á díúpið í drottins nafni, í trú, í von, í kærleina, og Guð nuin sjálfur stýra gangi vorum. Björn Magnússon.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.