Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 40
158 Henning Thulin: Apríl. Kaldea, mjög léttur. Þegar Guð reynir kraftinn og skirleikann í mannlífinu, þá telur hann ekki fjármuni og tignarmerki og veg- ur ekki völdin. Nei, hann fer öðruvísi að. Hann vegur á sínuni skálum. Og lóðin, sem hann leggur á hina skálina, eru hans lif' andi orð, sem munu aldrei undir lok líða. Hve þungur verður þn á þá vog, vinur minn? Það er svo kynlegt, hve léttir mennirnir verða á vogarskáluni Guðs. „Hégóminn einn eru mannanna börn; á metaskálunum lyftast þeir upp, einber hégómi eru þeir allir saman“. Konung- ur Kaldea var léttvægur fundinn. Það var enginn þungi í líf1 hans, engin kjölfesta i lionum. Já, þegar Guð fer að vega, verðum við öll léttvæg fundin- Þegar hann leggur boðorð sin í skálina, lyftist liin upp. Öll höf- um við syndgað. Við erum öll of léttvæg. Eina von okkar er náð Guðs. Hún vegur meira en öll synd okkar sjálfra. Það er einn, sem snýr við metaskálunuin, og það er Jesús Kristur, Guðs son- ur. Hann hefir borgað skuldina, ekki með forgengilegum hlutuni silfri og gulli, heldur með sínu dýrmæta blóði. Eg þakka Guði fyrir, að eg var veginn á skálum Guðs, meðan enn var náðar- timi. Það er verra að vera veginn eftir að náðartíminn er liðinn. Nú segir einhver: Svona eruð þið æfinlega, þið sem kalliS ykkur kristna. Þið dæmið okkur, sem fyrir utan stöndum. Nei. nei, vinur. Lofaðu mér að segja við þig eitt orð. Það eru alls ekki þeir trúlausu einir, sem vegnir eru. Við erum öll vegin- Prestar og prédikarar, safnaðarstjórar og trúboðar. Allir eru vegnir á skálum Guðs. Safnaðarstjórinn i Sardes var líka veginn: „Þú lifir að nafn- inu, en ert dauður“. Svona fór um það, þegar hann var veginn. Veginn og léttvægur fundinn. Okkur hættir mjög við að lialda, að við getum skýlt okku.r bak við einhverja skíðgarða ytri aðstæðna, bak við stöðu olckar, safnaðarstarf, bak við álit okkar í kristnum söfnuði eða eigin traust. Eg spurði einu sinni konu á Gautlandi, hvort hún væri end- urfædd. Hún svaraði: „Eg fer altaf í kirkju". Það var metó- distakirkja þarna, og konan hélt, að hún gæti skýlt sér bak við kirkjuræknina. Þetta gera margir. En það dugar ekki frammi fyrir Guði. Sumir halda að jiað sé nóg að taka ])átt í kristilegu starfi- Þeir halda, að jiað sé nóg að fljóta með í einhverri vakningar- hreyfingu, vera baptisti, metódisti, hvítasunnusafnaðarmaður eða í Oxfordhreyfingunni. Bak við alt þetta þykjast menn geta skýh sér. En sú fásinna. Það er sama, hvaða áletrun þú berð. Það er

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.