Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 36
154 Vigfús Guðmundsson: Apríl. ingunni: „Hr. stiftamtmaður Thodal hefir látið byggja steinkirkju svo stóra, að sú gamla, timburkirkjan, stendur innan í tóft henn- ar, og er hún nú víðast svo langt komin, að veggir ná upp að gluggakrónum. Til þessarar kirkju hefir ennþá ekkert verið lagt frá öðrum kirkjum landsins, sem þó áður hefir verið krafið, og jafnvel af fátækum kirkjum oftar en einu sinni“. (Bps. I. 23). Thodal amtmaður, og síðar stiftamtmaður, sýndi bæði áhuga og dugnað við kirkjubygginguna eftir því, sem föng stóðu til, og lét lialda lienni áfram öll árin, meðan hann var á Bessastöðum. En liann fór 1785, og hefir þá verið mjög að þrotum komið fram- reitt byggingarfé, ef ekki búið algjörlega. Levetzoiv stiftamtmaður kom að Bessastöðum, þegar Thodal fór, en ekki verður háreist frægðarsaga lians um framhald kirkjubyggingarinnar. 1785. Getið um hið sama og fyr, að gamla kirkjan sé ekki messu- fær, og að engu sé bætt við nýju kirkjuna, og ekkert timbur komið til hennar. 1786. Levetzow stiftamtmaður ritar langt bréf til stjórnar kon- ungs (27. febr. — Brb. 19, 229—33). Segir hann þar, að þessi 9 ára steinkirkjubygging sé nú mjög hrunin („ganske forfalden“). En gamla kirkjan leki og gegnblási, og sé svo hrörleg, að fólkið hræðist hana, og óttast líka, að prestur afsegi að embætta í henni. Þörfin sé því brýn að lialda áfram byggingu steinkirkjunnar. Hann viti þó ekki, liversu það megi verða, eða livar komið sé reikningum kirkjunnar. Thodal hafi siglt með þá. Og hann hafi óskað að fá — eða pantað? — frá Noregi 1781 mikið byggingar- efni, sem ekki liafi getað komið sökum kostnaðar. Hér undan- skilur Levetzow þó 8000 þakhellur, 92 tré 13 álna og 4 sperrur. — Er helzt svo að skilja, sem þetta sé þá komið, eða murii fást að minsta kosti. Samt lætur stiftamtmaður Þorgrím múrmeistara vita það — í apríl — að ekkert verði á því ári unnið við bygg- ingu kirkjunnar. Stiftamtmaður segir ennfremur, að múrmeistarinn, sá eini, sem til sé hér á landi (þ. e. Þorgrímur Þorláksson) sé óhæfilega seinn og lítt notandi. Loks spyr stiftamtmaðurinn: 1. Á að halda áfram byggingu kirkjunnar? 2. Hvar á þá að taka peninga til þess? 3. Fær kirkjan efnið, sem Thodal pantaði? Sjálfsagt hefir orðið dráttur á greiðum svörum við þessum spurningum. Svo er Levetzow óánægður með múrmeistarann Þ. Þ., að hann kærir hann til ábyrgðar fyrir það, að — samkvæmt skoðunargerð — sé múrinn bilaður við 7 glugga á nýju kirkjunni, bæði sé múrinn þar sprunginn og steinar dotnir úr sumstaðar. Aðgerðarkostnaður við þetta sé metinn 40 rd., og krafðist stift-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.